Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 59
máli um sifjaréttarlega stöðu, t.d. í skilnaðar-, faðernis- eða forsjármáli. En um dómsvald dómstóls í þessum tilvikum fer hins vegar ekki samkvæmt Lúganó- samningnum heldur samkvæmt lögum þess lands þar sem dómstóllinn situr. í reglunni felst að hafi dómstóllinn samkvæmt eigin landslögum dómsvald um persónulega réttarstöðu hafi hann einnig dómsvald um framfærsluna. Sá mikilvægi fyrirvari er gerður í lok þessarar reglu að vamarþingið má ekki byggjast á ríkisfangi annars aðilans. Hér er talið að vamarþing sem byggist á slíkum tengslum sé ósanngjamt og verði ekki beitt í málum sem heyra undir samninginn. Þetta hefur þó ekki áhrif á Norrænan samning um hjúskap, ættleið- ingu og lögráð, sem undirritaður var í Stokkhólmi 6. febrúar 1931 og lögfestur hér á landi með lögum nr. 29/1931, enda þótt sá samningur byggist á ríkisfangi. Hann gengur fyrir þessu ákvæði Lúganósamningsins í málum milli norrænna ríkisborgara, sbr. 57. gr. 3.3.3.3 Mál seni varða framfærsluskyldu Vandasamt getur verið að ákvarða hvað átt sé við með orðunum mál „sem varða framfærsluskyldu“. Þó má ljóst vera að raunhæfustu tilvikin sem falla undir regluna eru meðlag með barni eða framfærslueyrir til fyrrverandi maka. Hins vegar er einsýnt að reglan tekur til fleiri tilvika. Sá möguleiki er t.d. fyrir hendi samkvæmt rétti sumra samningsríkjanna að einstaklingar séu framfærslu- skyldir gagnvart foreldrum, barnabömum, systkinum o.fl.80 Utan ákvæðisins falla kröfur sem byggjast á erfðarétti, samningi eða skaðabótaskyldu.81 Hugtak- ið nær hvort heldur er til eingreiðslu eða viðvarandi greiðslna til þess sem fram- færsluréttarins nýtur.82 Þá er talið að endurgreiðslukrafa ríkisins á hendur með- lagsskyldum aðila geti ekki byggst á þessari vamarþingsreglu.83 Regla 2. tölul. 5. gr. tekur bæði til upprunalegrar úrlausnar um framfærslu- skyldu sem og síðari mála um breytingu eða niðurfellingu á framfærsluskyld- unni, t.d. þegar meðlag er hækkað eða lækkað o.s.frv.84 Ekki er víst að dómstóll í því landi þar sem upprunalega úrlausnin gekk hafi lögsögu til þess að fjalla um mál um breytingu á framfærsluskyldu.85 Ef það er sá, sem framfærsluskyldu nýtur, sem óskar breytingarinnar, getur hann valið milli þess að höfða málið á heimilisvamarþingi hins framfærsluskylda samkvæmt 2. gr. eða á grundvelli 2. tölul. 5. gr. A hinn bóginn verður hinn framfærsluskyldi að höfða málið við 80 Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionema, bls. 88. 81 Allan Philip: EU-IP. Kaupmannahöfn 1994, bls. 52 82 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 67; Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 102. Sjá einnig mál 120/79 de Cavel gegn de Cavel [1980] ECR 731. 83 Sjá Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 103. Þannig gæti t.d. Tryggingastofnun ríkisins ekki byggt málsókn á hendur erlendum aðila sem er meðlagsskyldur með bami hér á landi á grundvelli þessarar reglu og höfðað málið fyrir íslenskum dómstóli. 84 Allan Philip: EU-IP, bls. 52. Sjá nánar Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 103-105. 85 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 25; Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 105. 339
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.