Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 81

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 81
vamarþingssamningur að uppfylla formskilyrði sem eru tæmandi talin í a- og b-lið 1. tölul. 17. gr. I tilgreindu lagaákvæði er mælt fyrir um að vamarþings- samningur sé skriflegur. Nánar þarf varnarþingssamningur að vera: a) skrif- legur eða munnlegur og staðfestur skriflega, eða b) í formi sem er í samræmi við venjur sem aðilar hafa komið á sín á milli, eða c) í milliríkjaviðskiptum í formi sem er í samræmi við viðskiptavenjur sem aðilunum voru eða áttu á að vera kunnar og eru almennt þekktar og farið er almennt eftir af aðilum samn- inga af þeirri gerð á því viðskiptasviði sem um er að ræða. Framangreind regla tekur tillit til ólíkra sjónarmiða. Annars vegar tekur hún tillit til réttaröryggis og jafnvægis milli hagsmuna aðilanna. Þannig eru rökin fyrir þessum formskilyrðum einkum þau að tryggja að raunveruleg samstaða hafi verið meðal aðila um val á dómstóli. Er reglunni ætlað að koma í veg fyrir að ákvæði um varnarþing séu tekin upp í samninga án vitneskju annars aðila, t.d. varnarþingsákvæði sem annar aðila setur einhliða í vörureikning.186 Hins vegar er reynt með reglunni að koma í veg fyrir of mikla formfestu sem gengið getur móti raunhæfum þörfum og viðskiptavenjum í milliríkjaviðskiptum.187 Af dómum Evrópudómstólsins sést að leggja verður til grundvallar sjálf- stæða skýringu þegar metið er hvort nægileg samstaða hafi verið milli aðila um varnarþingssamning. 3.Ó.3.2 A-liður Samkvæmt a-lið 1. tölul. 17. gr. þarf samningur að vera skriflegur eða munn- legur og staðfestur skriflega. Þeirri kröfu að samningur sé skriflegur er fullnægt ef aðilar hafa báðir undirritað sérstakan samning um varnarþing eða ákvæði um varnarþing er að finna í skjali sem báðir aðilar hafa undirritað. Skilyrðinu telst einnig fullnægt ef samkomulag aðila verður örugglega ráðið af bréfaskriftum, símbréfum, símskeytum, tölvupósti o.s.frv. Erfitt getur verið að meta hvort því skilyrði sé fullnægt að samningur um vamarþing sé skriflegur ef varnarþingsákvæði er í almennum afhendingarskil- málum eða stöðluðum samningum. Þetta álitaefni hefur verið til úrlausnar í nokkrum dómum Evrópudómstólsins. Mál 24/76 Salotti gegn Riiwa [1976] ECR 1831. í þessu máli kom fram að sé ákvæði um vamarþing að finna í almennum viðskiptaskilmálum samningsaðilanna, sem em prentaðir á bakhlið samningseyðublaðs, uppfyllir vamarþingssamningur því aðeins það skilyrði að vera skriflegur að skýlaust sé vísað til þessara viðskiptaskilmála í samningi þeim sem samningsaðilamir undirrita. Enn fremur tók Evrópudómstóllinn fram að hafi samningur verið gerður með skírskotun til fyrra tilboðs, þar sem vísað var til almennra viðskiptaskilmála samningsaðila sem hafa að geyma vamarþingsákvæði, telst ákvæðið um að hann skuli vera skriflegur því aðeins uppfyllt að tilvísunin sé skýlaus og að við- semjandi sem sýnir almenna aðgát geti þannig gengið úr skugga um það. 186 Sjá P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 37. 187 Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionema, bls. 152. 361
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.