Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 47
arsamningnum.32 Með samræmisskýringu er átt við það að ákvæði samningsins
séu skýrð til samræmis við önnur ákvæði samningsins og í samhengi við
Rómarsamninginn.33 Þó verður að hafa í huga að þessar túlkunaraðferðir hafa
mótast hjá Evrópudómstólnum og eru þær um margt ólíkar þeim aðferðum sem
viðhafðar eru við lögskýringu hjá einstökum EFTA-ríkjum.34 Því er það vafa-
samt að hve miklu leyti þær koma að gagni hér á landi.
2.6 Sambandið við aðra samninga
2.6.1 Almennt
Hér verður stuttlega fjallað um samband Lúganósamningsins við aðra samn-
inga um dómsvald og gagnkvæma viðurkenningu og fullnustu dóma, svo og
EES-samninginn. Aður er gerð grein fyrir sambandinu við landsrétt. Sjá kafla
2.2.
2.6.2 Sambandið milli Brusselsamningsins og Lúganósamningsins
I 54. gr. B Lúganósamningsins er tekið á sambandi Brusselsamningsins og
Lúganósamningsins. I 1. mgr. segir að samningurinn hindri ekki að aðildarríki
Evrópubandalaganna beiti Brusselsamningnum. í þessu felst að Brusselsamn-
ingurinn gildir, en ekki Lúganósamningurinn, þegar varnaraðili er búsettur í
ESB-ríki og málið er höfðað fyrir dómstóli þar í landi eða öðru ESB-ríki.
Ennfremur skal Brusselsamningnum beitt í máli milli sóknaraðila sem búsettur
er í ESB-ríki og varnaraðila sem býr í þriðja ríki.35 í 2. mgr. 54. gr. B er að finna
ákvæði sem veita Lúganósamningnum forgang í vissum tilvikum.
I 3. mgr. 54. gr. B er að finna ákvæði til tryggingar fyrir EFTA-ríkin. Þar er
tekið fram að synja megi um viðurkenningu eða fullnustu ef þær reglur sem
dómstóllinn hefur byggt dómsvald sitt á eru aðrar en þær, sem af samningnum
leiðir og krafist er viðurkenningar eða fullnustu hjá aðila sem á heimili í
samningsríki sem ekki er ESB-ríki, nema dóminn megi ella viðurkenna eða
honum megi fullnægja samkvæmt lögum þess ríkis sem beiðni er beint til.
Akvæðinu var bætt við þar sem talin var hætta á að ESB-ríki gætu tekið sér lög-
sögu yfir ríkisborgara frá EFTA-ríki á grundvelli Brusselsamningsins þegar rétt
hefði verið að beita Lúganósamningnum.36
Þýðing 54. gr. B fyrir EFTA-ríkin er fólgin í þeirri tryggingu sem hún setur
fyrir því að ákvæði samningsins verði virt, sérstaklega í þeim tilfellum þegar
Brussel- og Lúganósamningurinn stangast á. Þar sem Lúganósamningnum er
einungis beitt þegar EFTA-ríkin eiga í hlut hefur 54. gr. B fyrst og fremst
þýðingu fyrir ESB-ríkin og stofnanir Evrópusambandsins.37
32 Stefán Már Stefánsson: „Samræmd túlkun Luganosamningsins", bls. 40.
33 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret. bls. 54.
34 Stefán Már Stefánsson: „Samræmd túlkun Luganosamningsins", bls. 40.
35 Stein Rognlien: Luganokonvensjonen. Osló 1993, bls. 100.
36 James Fawcett: European Law Review 14 N2 1989, bls. 107.
37 Stein Rognlien: Luganokonvensjonen, bls. 100.
327