Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 47
arsamningnum.32 Með samræmisskýringu er átt við það að ákvæði samningsins séu skýrð til samræmis við önnur ákvæði samningsins og í samhengi við Rómarsamninginn.33 Þó verður að hafa í huga að þessar túlkunaraðferðir hafa mótast hjá Evrópudómstólnum og eru þær um margt ólíkar þeim aðferðum sem viðhafðar eru við lögskýringu hjá einstökum EFTA-ríkjum.34 Því er það vafa- samt að hve miklu leyti þær koma að gagni hér á landi. 2.6 Sambandið við aðra samninga 2.6.1 Almennt Hér verður stuttlega fjallað um samband Lúganósamningsins við aðra samn- inga um dómsvald og gagnkvæma viðurkenningu og fullnustu dóma, svo og EES-samninginn. Aður er gerð grein fyrir sambandinu við landsrétt. Sjá kafla 2.2. 2.6.2 Sambandið milli Brusselsamningsins og Lúganósamningsins I 54. gr. B Lúganósamningsins er tekið á sambandi Brusselsamningsins og Lúganósamningsins. I 1. mgr. segir að samningurinn hindri ekki að aðildarríki Evrópubandalaganna beiti Brusselsamningnum. í þessu felst að Brusselsamn- ingurinn gildir, en ekki Lúganósamningurinn, þegar varnaraðili er búsettur í ESB-ríki og málið er höfðað fyrir dómstóli þar í landi eða öðru ESB-ríki. Ennfremur skal Brusselsamningnum beitt í máli milli sóknaraðila sem búsettur er í ESB-ríki og varnaraðila sem býr í þriðja ríki.35 í 2. mgr. 54. gr. B er að finna ákvæði sem veita Lúganósamningnum forgang í vissum tilvikum. I 3. mgr. 54. gr. B er að finna ákvæði til tryggingar fyrir EFTA-ríkin. Þar er tekið fram að synja megi um viðurkenningu eða fullnustu ef þær reglur sem dómstóllinn hefur byggt dómsvald sitt á eru aðrar en þær, sem af samningnum leiðir og krafist er viðurkenningar eða fullnustu hjá aðila sem á heimili í samningsríki sem ekki er ESB-ríki, nema dóminn megi ella viðurkenna eða honum megi fullnægja samkvæmt lögum þess ríkis sem beiðni er beint til. Akvæðinu var bætt við þar sem talin var hætta á að ESB-ríki gætu tekið sér lög- sögu yfir ríkisborgara frá EFTA-ríki á grundvelli Brusselsamningsins þegar rétt hefði verið að beita Lúganósamningnum.36 Þýðing 54. gr. B fyrir EFTA-ríkin er fólgin í þeirri tryggingu sem hún setur fyrir því að ákvæði samningsins verði virt, sérstaklega í þeim tilfellum þegar Brussel- og Lúganósamningurinn stangast á. Þar sem Lúganósamningnum er einungis beitt þegar EFTA-ríkin eiga í hlut hefur 54. gr. B fyrst og fremst þýðingu fyrir ESB-ríkin og stofnanir Evrópusambandsins.37 32 Stefán Már Stefánsson: „Samræmd túlkun Luganosamningsins", bls. 40. 33 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret. bls. 54. 34 Stefán Már Stefánsson: „Samræmd túlkun Luganosamningsins", bls. 40. 35 Stein Rognlien: Luganokonvensjonen. Osló 1993, bls. 100. 36 James Fawcett: European Law Review 14 N2 1989, bls. 107. 37 Stein Rognlien: Luganokonvensjonen, bls. 100. 327
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.