Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 88

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 88
fallinn í fyrsta málinu.211 í íslenskum rétti stæðu aðila til boða úrræði laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. Það er því ekki eðli bráðabirgðaúiTæð- anna í sjálfu sér heldur eðli þeirra réttinda sem þeim er ætlað að vemda sem ræður úrslitum um það hvort gildissvið samningsins nær til þeirra.212 4. SAMANTEKT Hér að framan hefur aðaláherslan verið lögð á að lýsa vamarþingsreglum II. hluta Lúganósamningsins eins og yfirskrift greinarinnar ber með sér. Einnig hefur verið gerð grein fyrir ýmsum almennum atriðum um samninginn. Gerð var grein fyrir því að það er aðalreglan að lögsækja skal mann á heimilis- vamarþingi hans, sbr. 2. gr. Frá aðalreglunni eru undantekningar. Þannig er í fyrsta lagi heimilt samkvæmt 5.-6. gr. A að lögsækja mann á öðru vamarþingi en heimilisvamarþingi þegar reglur um sérstök varnarþing eiga við. Einkenni sér- stöku vamarþingsreglnanna er að sóknaraðili á alltaf val um það hvort hann nýtir sér þær reglur eða höfðar mál á hendur vamaraðila á heimilisvamarþingi. I annan stað eru í 7.-15. gr. vamarþingsreglur í vátryggingar- og neytendamálum. I þriðja lagi era í 16. gr. ákvæði um svokölluð skylduvamarþing og eru þau ófrávíkjanleg. í fjórða lagi er aðilum almennt heimilt að semja um vamarþing berum orðum eða þegjandi, sbr. 17. og 18. gr. Loks eru reglur um könnun á vamarþingi og því hvort mál sé tækt til meðferðar, litis pendens og skyldum kröfum, bráðabirgða- og tryggingarráðstöfunum, sbr. 19.-24. gr. Einnig var rakið að þegar mál fellur undir Lúganósamninginn koma reglur hans í stað samsvarandi reglna í landsrétti. Ef reglur samningsins stangast á við landsrétt verður að gera ráð fyrir því að þær gangi fyrir þeim síðarnefndu. Landsréttur er jafnan Lúganósamningnum til fyllingar, en gæta verður þess að túlka landsrétt til samræmis við samninginn. Þá verður að hafa í huga að dóm- ara ber að beita ákvæðum samningsins af sjálfsdáðum. Þá hafa í þessari grein dómar Evrópudómstólsins um skýringu á Brusselsamningnum verið teknir til skýringar á einstökum ákvæðum Lúganósamningsins, en telja verður að dómar þessir veiti veigamikla vísbendingu um hvernig skýra beri ákvæði síðamefnds samnings. Eru líkur á að dómstólar í þeim ríkjum sem eru aðilar að Lúganó- samningnum fylgi þeim fordæmunt í dómum sínunt. HEIMILDIR: Almeida Cruz, Desantes Real og Jenard, R: „Report by Mr de Almeida Cruz, Mr Desantes Real and Mr Jenard on the Convention on the accession of the Kingdom of Spain and the Portuguese Republic to the accession of the Kingdom of Spain and the 2111 greinargerð með frumvarpi til laga nr. 68/1995 er eftirfarandi dæmi tekið: Ef grískur maður hefur t.d. réttilega höfðað mál gegn Islendingi í Grikklandi getur hann, ef íslensk lög heintila, gert kyrrsetningu hér á landi ef Islendingurinn á hér eignir. Ber þá að höfða staðfestingarmál hér en staðfestingarmálinu verður að fresta þar til dómurinn í Grikklandi er fallinn. 212 Sjá mál 120/79 de Cavel gegn de Cavel [1979] ECR 1055. 368
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.