Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 78

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 78
um að ræða mál sem varða gildi skráningarinnar. Talið hefur verið að ágrein- ingur um réttaráhrif slíkrar skráningar falli hins vegar utan ákvæðisins og gildi því í þeim tilvikum almennar reglur Lúganósamningsins.171 3.5.5 Mál sem varða skráningu eða gildi einkaleyfa, vörumerkja, mynstra eða annarra svipaðra réttinda sem tilkynna þarf eða skrá Samkvæmt 4. tölul. 16. gr. skal höfða mál, sem varða skráningu eða gildi einkaleyfa, vörumerkja, mynstra eða annarra svipaðra réttinda sem tilkynna þarf eða skrá, fyrir dómstólum þess samningsríkis þar sem tilkynning eða beiðni um skráningu hefur verið lögð fram eða er talin hafa farið fram sam- kvæmt ákvæðum alþjóðasamnings.172 Evrópudómstóllinn hefur slegið því föstu að túlka beri orðin „ntál sem varða skráningu eða gildi einkaleyfa“ sjálfstæðri skýringu.173 Það verður því að draga þá ályktun af þessu að hið sama gildi um vörumerki, mynstur eða önnur svipuð réttindi sem nefnd eru í ákvæðinu. Af orðalagi 4. tölul. 16. gr. má draga þá ályktun að skaðabótamál vegna brota á framangreindum réttindum, mál um framsal þeirra og leyfismál falli utan skyldu- vamarþings.174 P. Jenard tekur beinlínis fram að um annars konar mál, þar á meðal vegna brots á einkaleyfi, gildi almennar reglur samningsins um vamarþing.175 3.5.6 Mál um fullnustu dóma í málum um fullnustu dóma hafa dómstólar þess samningsríkis einir dóms- vald þar sem fullnusta hefur farið fram eða skal fara fram, sbr. 5. tölul. 16. gr. Þegar talað er um fullnustu dóma í ákvæðinu er átt við mál sem rísa í tengslum við beitingu fullnustuúrræða, t.d. fjárnám í fasteign eða lausafé eða útburð í þeim tilgangi að fullnægja gildri aðfararheimild.176 Þá skal tekið fram að þetta ákvæði nær ekki til bráðbirgðaúrræða sem sérstaklega er mælt fyrir um í 24. gr. 171 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 35, heldur því fram að dómstóll hafi einnig skylduvamarþing í máli um réttaráhrif skráningar í opinbera skrá. Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 196, telur þessa fullyrðingu ranga. Sjá einnig sömu skoðunar Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 84; Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionema, bls. 139. 172 Sjá t.d. P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 36; Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, nr. 173; O'Malley og Layton: European Civil Practice, bls. 537-541. Ástæða þess að sagt er að skráning hafi verið lögð fram eða er talin hafa farið fram samkvæmt ákvæðum alþjóðasamnings er sú að mörg samn- ingsríki eru aðilar að Madrid-samningnum frá 1891 um alþjóðlega skráningu vömmerkja og Haag- samningi frá 1925 um skráningu mynstra. 173 Sjá mál 288/82 Duijnstee gegn Goderbauer [1983] ECR 3663. í dóminum kemur fram að 4. tölul. 16. gr. taki til mála um gildi einkaleyfis og stofnun þess, auk mála þar sem krafist er forgangs vegna eldri umsóknar, en taki á hinn bóginn ekki til mála vegna réttar starfsmanns til uppfinningar. 174 Sjá um þetta atriði Torben Svenné Schmidt: International formueret, bls. 85. 175 Sjá t.d. P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 36. 176 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 36. Sjámál C-261/90 Reichert gegn Dresdner Bank [1992] ECR 2149 þar sem því var slegið föstu að actio pauliana fransks réttar félli utan ákvæðisins. Sjá hins vegar mál 220/84 Autoteile gegn Malhé [1985] ECR 2267 þar sem talið var að Vollstreckungs- abwehrklage í þýskum rétti félli innan ákvæðisins. 358
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.