Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 78
um að ræða mál sem varða gildi skráningarinnar. Talið hefur verið að ágrein-
ingur um réttaráhrif slíkrar skráningar falli hins vegar utan ákvæðisins og gildi
því í þeim tilvikum almennar reglur Lúganósamningsins.171
3.5.5 Mál sem varða skráningu eða gildi einkaleyfa, vörumerkja, mynstra
eða annarra svipaðra réttinda sem tilkynna þarf eða skrá
Samkvæmt 4. tölul. 16. gr. skal höfða mál, sem varða skráningu eða gildi
einkaleyfa, vörumerkja, mynstra eða annarra svipaðra réttinda sem tilkynna
þarf eða skrá, fyrir dómstólum þess samningsríkis þar sem tilkynning eða
beiðni um skráningu hefur verið lögð fram eða er talin hafa farið fram sam-
kvæmt ákvæðum alþjóðasamnings.172
Evrópudómstóllinn hefur slegið því föstu að túlka beri orðin „ntál sem varða
skráningu eða gildi einkaleyfa“ sjálfstæðri skýringu.173 Það verður því að draga
þá ályktun af þessu að hið sama gildi um vörumerki, mynstur eða önnur svipuð
réttindi sem nefnd eru í ákvæðinu.
Af orðalagi 4. tölul. 16. gr. má draga þá ályktun að skaðabótamál vegna brota á
framangreindum réttindum, mál um framsal þeirra og leyfismál falli utan skyldu-
vamarþings.174 P. Jenard tekur beinlínis fram að um annars konar mál, þar á meðal
vegna brots á einkaleyfi, gildi almennar reglur samningsins um vamarþing.175
3.5.6 Mál um fullnustu dóma
í málum um fullnustu dóma hafa dómstólar þess samningsríkis einir dóms-
vald þar sem fullnusta hefur farið fram eða skal fara fram, sbr. 5. tölul. 16. gr.
Þegar talað er um fullnustu dóma í ákvæðinu er átt við mál sem rísa í tengslum
við beitingu fullnustuúrræða, t.d. fjárnám í fasteign eða lausafé eða útburð í
þeim tilgangi að fullnægja gildri aðfararheimild.176 Þá skal tekið fram að þetta
ákvæði nær ekki til bráðbirgðaúrræða sem sérstaklega er mælt fyrir um í 24. gr.
171 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 35, heldur því fram að dómstóll hafi einnig skylduvamarþing í
máli um réttaráhrif skráningar í opinbera skrá. Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret,
bls. 196, telur þessa fullyrðingu ranga. Sjá einnig sömu skoðunar Torben Svenné Schmidt:
Intemational formueret, bls. 84; Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionema, bls. 139.
172 Sjá t.d. P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 36; Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, nr. 173; O'Malley
og Layton: European Civil Practice, bls. 537-541. Ástæða þess að sagt er að skráning hafi verið
lögð fram eða er talin hafa farið fram samkvæmt ákvæðum alþjóðasamnings er sú að mörg samn-
ingsríki eru aðilar að Madrid-samningnum frá 1891 um alþjóðlega skráningu vömmerkja og Haag-
samningi frá 1925 um skráningu mynstra.
173 Sjá mál 288/82 Duijnstee gegn Goderbauer [1983] ECR 3663. í dóminum kemur fram að 4.
tölul. 16. gr. taki til mála um gildi einkaleyfis og stofnun þess, auk mála þar sem krafist er forgangs
vegna eldri umsóknar, en taki á hinn bóginn ekki til mála vegna réttar starfsmanns til uppfinningar.
174 Sjá um þetta atriði Torben Svenné Schmidt: International formueret, bls. 85.
175 Sjá t.d. P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 36.
176 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 36. Sjámál C-261/90 Reichert gegn Dresdner Bank [1992] ECR
2149 þar sem því var slegið föstu að actio pauliana fransks réttar félli utan ákvæðisins. Sjá hins
vegar mál 220/84 Autoteile gegn Malhé [1985] ECR 2267 þar sem talið var að Vollstreckungs-
abwehrklage í þýskum rétti félli innan ákvæðisins.
358