Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 101
Þann 1. október 1999 var haldið málþing sem bar yfirskriftina: Samkeppnis-
löggjöf á Islandi, hlutverk-markmið-tilgangur? Fyrirlesarar voru: Páll Ásgríms-
son, forstöðumaður lögfræðideildar Landsíma Islands hf., Stefán Geir Þórisson
hrl., Ragnar Aðalsteinsson hrl., Jóna Björk Helgadóttir, lögfræðingur hjá Sam-
keppnisstofnun, Guðjón Rúnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Verslunarráðs
og Jón Magnússon hrl. og varaformaður Neytendasamtakanna. Hrafn Bragason
hæstaréttardóniari flutti í lok framsöguerinda samantekt úr þeim og að því
loknu stjórnaði Kristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkur-Aka-
demíunnar, pallborðsumræðum. Ráðstefnustjóri var Helgi Jóhannesson hrl.
Málþingsnefndina skipuðu Ragnhildur Amljótsdóttir varaformaður, Davíð Þór
Björgvinsson prófessor og Steinunn Guðbjartsdóttir hdl.
Málþingsgestir voru 164talsins.
4. Móttaka fyrir nýútskrifaða lögfræðinga
Að venju var nýútskrifuðum lögfræðingum boðið til móttöku á vegum stjórn-
ar félagsins í því skyni að kynna þeim starfsemi félagsins. Móttakan var þann
28. maí 1999 í Borgartúni 6. Um 30 manns mættu. Auk nýútskrifaðra lög-
fræðinga var framsögumönnum á fræðafundum félagsins á starfsárinu boðið í
móttökuna.
5. Kínaferð
Dagana 19.-26. apríl 1999 efndi lögfræðingafélagið til Kínafarar fyrir félags-
menn sína. Þátttakendur voru milli 80 og 90 talsins, þar af um 55 lögfræðingar.
Ferðin var skipulögð í samvinnu við sendiráð íslands í Peking og All China
Lawyers Association. Dagskrá ferðarinnar var hin glæsilegasta og gafst þátttak-
endum tækifæri til að heimsækja t.a.m. Hæstarétt Kína, saksóknaraembættið,
þingið, alþjóðlegar lögmannsstofur í Peking, háskóla o.fl. Þá voru einnig skipu-
lagðar ferðir til að skoða sögufræga staði, t.a.m. Forboðnu borgina, Sumar-
höllina, Kínamúrinn o.fl. Lára Júlíusdóttir hrl. ritaði grein í Tímarit lögfræðinga
um ferðina. Helgi Jóhannesson hrl. og Benedikt Bogason skrifstofustjóri ásamt
framkvæmdastjóra félagsins, Brynhildi Flóvenz, sáu um öll framkvæmdaatriði
ferðarinnar f.h. félagsins.
6. Útgáfustarfsemi
Tímarit lögfræðinga kom að venju út fjórum sinnum á starfsárinu. Ritstjóri
tímaritsins er Friðgeir Bjömsson dómstjóri og þakkar stjórn félagsins honum
vel unnin störf á því sviði. Steinunn Guðbjartsdóttir hdl. er framkvæmdastjóri
Tímarits lögfræðinga og eru henni einnig færðar þakkir fyrir vel unnin störf í
þágu tímaritsins.
Auk útgáfu Tímarits lögfræðinga gefur lögfræðingafélagið út fréttabréf fé-
lagsins. Fréttabréfið er gefið út þegar þurfa þykir en þar birtast tilkynningar til
félagsmanna um það sem framundan er í starfsemi félagsins.
381