Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Síða 33
dóm í UfR 1994, bls. 215. Þar áreitti eiginmaður vinnuveitanda, sem aðstoðaði við reksturinn, undirmann eiginkonu sinnar kynferðislega. Undirmaðurinn fór í mál við vinnuveitanda sinn og eiginmann hennar. Eiginkonan var sýknuð af kröfunni með þeim rökstuðningi að atferli eiginmannsins hafi verið „svo ófyr- irsjáanlegt og óvenjulegt“13 að eiginkonan bæri ekki ábyrgð á því á grundvelli reglunnar um vinnuveitandaábyrgð. Af þessum dæmum má ef til vill draga þá ályktun að a.m.k. allar beinar líkamlegar árásir á böm og unglinga sem starfs- maður æskulýðsfélags, þ.nr.t. sjálfboðaliði, gerðist með ásetningi sekur um falli utan þeirrar ábyrgðar sem æskulýðsfélagið ber samkvæmt reglunni um vinnu- veitandaábyrgð. A slrkum atvikum ber æskulýðsfélagið því væntanlega aðeins ábyrgð að forsvarsmenn þess hafi á saknæman hátt ráðið óhæfan mann til starfans eða á saknæman hátt fengið slíkan mann til sjálfboðaliðsstarfa, ekki sinnt eftirlitsskyldu með starfsmönnum sem skyldi eða átt þátt í árásinni á einhvern sambærilegan hátt. Tekið skal fram að önnur sjónarmið gilda að sjálf- sögðu um slagsmál barnanna innbyrðis og ábyrgð umsjónaraðila á tjóni sem hlýst af þeim. 2.2.3.2 Persónuleg ábyrgð í tengslum við æskulýðsstarf Meginreglan í íslenskum rétti er sú, að sá sem skaðaverki veldur beri per- sónulega á því skaðabótaábyrgð, séu skilyrði sakarreglunnar sem fyrr var nefnd uppfyllt. Skiptir þá ekki máli þó að hann hafi valdið tjóninu í starfi í þágu vinnuveitanda síns. Frá þessari meginreglu er gerð þýðingarmikil undantekning í 3. mgr. 19. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þar er kveðið á um að hafi starfs- maður valdið tjóni sem munatrygging, rekstrarstöðvunartrygging eða ábyrgðar- trygging vinnuveitanda hans taki til sé starfsmaðurinn ekki skaðabótaskyldur nema tjónið verði rakið til ásetnings eða stórfellds gáleysis. Þetta gildir án efa um starfsemi æskulýðsfélaga og felur þá í sér að sjálfboðaliðar og starfsmenn félaganna bera að öllu jöfnu ekki persónulega ábyrgð á tjóni sem framan- greindar tryggingar bæta.14 I skilmálum ábyrgðartrygginga er að jafnaði kveðið svo á að tryggingarnar bæti tjón sem séu bótaskyld samkvæmt almennum bóta- reglum á íslandi. Það má því gera ráð fyrir, að hafi æskulýðsfélag tekið ábyrgð- artryggingu, beri starfsmaður eða sjálfboðaliði yfirleitt ekki ábyrgð á skaðaverki sínu að svo miklu leyti sem skaðaverkið er unnið í tengslum við starf hans fyrir æskulýðsfélagið. Bótaskylda starfsmanns eða sjálfboðaliða stofnast þá einungis að hann hafi unnið skaðaverkið af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. í greinargerð með skaðabótalögunum eru nefnd í þessu samhengi skaðaverk sem unnin eru undir áhrifum áfengis, ávana- eða fíkniefna.15 I slíkum tilvikum teljast skaða- 13 «sá upáregnelig og atypisk». 14 Sjá Alþingistíðindi, A-deild, 1992-1993, 116. löggjafarþing, bls. 3665, þar sem tekið er fram að með vinnuveitanda og starfsmanni er átt við merkingu þessara hugtaka í skilningi almennu regl- unnar um vinnuveitanda eða húsbóndaábyrgð eins og þau eru notuð í kafla 2.2.3.1. 15 Sjá Alþingistíðindi, A-deild, 1992-1993, 116. löggjafarþing, bls. 3661-3662. 313
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.