Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 74

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 74
orðum fram í ákvæðinu verður að gera ráð fyrir því að gagnaðilinn sé atvinnu- rekandi.151 Hugtakið neytandi ber að skýra sjálfstæðri skýringu.152 Samningur sem neytandi gerir um vátryggingu fellur undir ákvæði 3. kafla um varnarþing í neytendamálum.153 Þeir samningar sem falla undir 4. kafla eru tæmandi taldir í 1.-3. tölul. 1. mgr. 13. gr. I fyrsta lagi falla undir kaflann samningar um lausafjárkaup með afborgunar- skilmálum, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 13. gr. I öðru lagi falla undir kaflann samningar um lán sem endurgreiða skal með afborgunum, eða annars konar lánafyrirgreiðsla, til að fjármagna kaup á lausa- fé, sbr. 2. tölul. 1. ingr. 13. gr. I þriðja lagi falla undir kaflann samningar um að láta af hendi lausafé eða þjónustu enda; a) hafi undanfari samningsins verið sérstakt tilboð til neytandans í ríki því, sem hann á heimili, eða almenn auglýsing þar, og b) neytandinn gert þær ráðstafanir sem nauðsynlegar voru til samningsgerðarinnar í því ríki, 3. tölul. 1. mgr. 13. gr. I 2. mgr. 13. gr. segir að eigi viðsemjandi neytandans ekki heimili í samn- ingsríki en hafi útibú, umboðsskrifstofu eða svipaða starfsemi í samningsríki og skuli þá í ágreiningi, sem stafi af rekstri starfseminnar, litið svo á að aðilinn eigi heimili í því ríki. Þá ber að taka fram að flutningasamningar falla utan kaflans, sbr. 3. mgr. 13. gr. Varnarþing í þeim málurn fer því eftir almennu reglunum, einkum 2. gr. og 1. og 5. tölul. 5. gr.154 3.4.3.2 Varnarþing Þegar sóknaraðili er neytandi á hann val um það á hvaða varnarþingi hann höfðar málið því að samkvæmt 1. mgr. 14. gr. getur neytandi höfðað mál gegn hinum samningsaðilanum annað hvort fyrir dómstólum í því samningsríki, þar sem sá aðili á heimili, eða fyrir dómstólum í því samningsríki þar sem hann á sjálfur heimili. Réttarvemd neytandans felst samkvæmt þessu í því að hann getur lögsótt gagnaðilann í samningssambandi fyrir dómstóli í sínu heimalandi, enda þótt hann hafi síðar flutt til annars lands. Hinn samningsaðilinn getur 151 Sjá t.d. Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 79-80. 152 Sjá mál nr. C-269/95 Benincasa [1997] ECR 1-3767. Þar tók Evrópudómstóllinn fram að hug- takið neytandi bæri að skýra sjálfstæðri skýringu og þröngt, þannig að það verði að byggjast á stöðu viðkomandi í tengslum við ákveðinn samning ásamt eðli og markmiði samningsins, en ekki á hug- lægri afstöðu aðilanna sjálfra. Samkvæmt þessu er hægt að líta á einstakling sem neytanda í ákveðnum viðskiptum en sem atvinnurekanda í öðrum tilvikum. Sjá einnig mál nr. C-89/91 Shearson Lehman gegn TVB [1993] ECR 1-139. Þar var því slegið föstu að sóknaraðili, sem var atvinnurekandi, en ekki sjálfur neytandi í skilningi 13. gr., gæti ekki borið fyrir sig hinar sérstöku varnarþingsreglur í neytendamálum, þrátt fyrir að hafa fengið framselda kröfu frá aðila sem var neytandi í skilningi 13. gr. 153 Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 118. 154 Um rökin fyrir því að halda flutningssamningum fyrir utan gildissvið 4. kafla sjá Peter Schlosser: OJ 1979 C 59, bls. 119.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.