Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 66

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 66
3.3.9 Aðilasamlagsvarnarþing Ef lögsækja á marga menn búsetta í mismunandi samningsríkjum má höfða þau mál þar fyrir dómi þar sem einhver þeirra á heimili, sbr. 1. tölul. 6. gr.108 Þótt það sé ekki tekið berum orðum fram í ákvæðinu verður að gera ráð fyrir því að ákveðið samhengi sé milli krafna á hendur vamaraðilum, t.d. sólidarísk ábyrgð.109 Þannig verður að telja óheimilt að höfða mál gegn aðila í þeim til- gangi einum að skapa hagstætt vamarþing. Reglan er og til þess fallin að koma í veg fyrir að kveðnir verði upp ósamrýmanlegir dómar í einstökum samnings- ríkjum í sama máli.110 Þetta sjónarmið tengist því augljóslega 3. mgr. 22. gr. um skyldar kröfur. Reglan hefur verið túlkuð svo að skilyrði sé fyrir beitingu hennar að samað- ilar séu allir búsettir í samningsríkjum. Ef einhver samaðila er búsettur utan samningsríkis fer það eftir lögum þess lands þar sem dómstóll situr hvort dóm- stóllinn á lögsögu yfir honum.* * 111 Loks skal þess getið að vamarþingssamningur við einn af samaðilunum getur konrið í veg fyrir að 1. tölul. 6. gr. verði beitt. Hafi sóknaraðili höfðað mál fyrir dómstóli á varnarþingi sem vamarþingssamningur milli sóknaraðila og vam- araðila kveður á um, en er ekki heimilisvamarþing hans, er einsýnt að mál verð- ur ekki höfðað gegn samaðilum á því varnarþingi samkvæmt 1. tölul 6. gr., enda er ekki uppfyllt það skilyrði að varnaraðili eigi þar heimili. Með sama hætti verður reglunni ekki beitt ef mál er höfðað á heimilisvamarþingi eins samaðila, en annar samaðila hefur gert gildan vamarþingssamning sem veitir öðmm dóm- stóli lögsögu í málinu, enda er enginn fyrirvari urn það í 17. gr. að vamar- þingssamningar útiloki ekki lögsögu samkvæmt 1. tölul. 6. gr.112 108 Ef íslenskur aðili telur mann búsettan á íslandi og annan búsettan í Frakklandi sameiginlega ábyrga vegna vanefnda á samningi getur hann sótt mál sitt á Islandi gegn þeim aðila sem búsettur er í Frakkfandi. Sjá Alþt. 1995, A-deild, bls. 2563. 109 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 26; P. Jenard og G. Möller: OJ 1990 C 189, bls. 73. 110 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 27; Sjá einnig mál 189/87 Kalfelis gegn Schröder [1988] ECR 5565. Þar tók Evrópudómstóllinn fram að til þess að beita mætti 1. tölul. 6. gr. yrði að vera þannig samhengi milli einstakra krafna á hendur samaðilum að æskilegt væri að dæma þær í einu lagi til þess að koma í veg fyrir að kveðnir væru upp ósamrýmanlegir dómar um hverja kröfu fyrir sig. 111 Sjá t.d. Lennart Pálsson: Bryssel- och Luganokonventionerna, bls. 109; Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 73. Sem dæmi má taka að A höfðar mál fyrir dómstóli hér á landi gegn þremur sólidanskt ábyrgum skuldurum, B, C og D. B á heimili hér á landi, C í Danmörku og D í Bandaríkjunum. Hérlendur dómstóll hefur því lögsögu yfir B samkvæmt 2. gr. og yfir C samkvæmt 1. tölul. 6. gr. Lúganósamningsins. Hvort dómstóll hefur lögsögu í máli gegn D fer eftir íslenskum lögum, þ.e. eml. Niðurstaðan gagnvart D myndi ráðast af því hvort uppfyllt væru skilyrði 4. mgr. 32. gr. laganna, en þar segir að sækja megi mann, sem búsettur er erlendis, í þeirri þinghá þar sem hann er staddur við birtingu stefnu ef mál varðar fjárskyldu hans við mann sem er búsettur hér á landi eða félag, stofnun eða samtök sem eiga varnarþing hér. 112 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 73. Evrópudómstóllinn hefur í tveimur málum komist að þeirri niðurstöðu að vamarþingssamningar komi í veg fyrir að beitt verði vamarþingsreglum 5. og 6. gr. Sjá mál 24/76 Salotti gegn Riiwa [1976] ECR 1831 og mál 25/76 Segoura gegn Bottakdarian [1976] ECR 1851. 346
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.