Tímarit lögfræðinga - 01.12.1999, Side 71
eignum megi einnig lögsækja vátryggjanda fyrir dómstóli þess staðar þar sem
tjónsatburður varð. Þetta gildir einnig ef vátryggingarsamningur tekur bæði til
fasteignar og lausafjár og hvort tveggja verður fyrir tjóni vegna sama atburðar.
Sem dæmi um hið síðastnefnda má taka brunatryggingar fasteigna.133 Líkur eru
á að túlka beri orðalagið staður „þar sem tjónsatburður varð“ með sama hætti
og gert hefur verið í 3. tölul. 5. gr. Sóknaraðili getur því væntanlega valið milli
þess að höfða mál þar sem tjónið varð eða þar sem tjóninu var valdið.134
Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. gildir í málum vegna ábyrgðartrygginga regla sem
heimilar að einnig megi lögsækja vátryggjandann fyrir dómstóli þar sem
tjónþoli hefur höfðað mál gegn vátryggðum ef þau lög, sem við dómstólinn
gilda, veita heimild til þess, sbr. þó V. gr. bókunar 1. Einkum kemur til beitingar
þessarar reglu í málum vegna umferðaróhappa.135 Ákvæðið svarar til 2. tölul. 6.
gr. að því leyti að það veitir vátryggingartaka heimild til þess að sakaukastefna
vátryggjanda sínum á því varnarþingi þar sem vátryggingartaki er sjálfur sóttur
til saka af tjónþola. Það fer eftir lögum þess lands þar sem dómstóll situr hvort
tjónvaldur getur sakaukastefnt ábyrgðartryggjanda sínum.136
í 2. og 3. mgr. 10. gr. eru reglur sem veita tjónþola heimild til beinnar mál-
sóknar á hendur ábyrgðartryggjanda tjónvalds. Samkvæmt 2. mgr. 10. gr. gilda
ákvæði 7.-9. gr. um mál sem tjónþoli höfðar beint gegn vátryggjanda þar sem
slík málsókn er heimil. Því er mismunandi háttað í einstökum samningsríkjum
hvort tjónþoli hefur heimild til þess að höfða skaðabótamál með þessum hætti
beinl gegn ábyrgðartryggjanda.137 í íslenskum rétti er heimild í 97. gr. umferð-
arlaga nr. 50/1987 til þess að höfða bótamál bæði gegn þeim sem er bótaskyldur
og vátryggingarfélagi hans. Ef lög um beina málsókn veita heimild til að draga
vátryggjanda eða vátryggðan inn í málið hefur sami dómstóll einnig heimild
gagnvart þeim samkvæmt 3. mgr. 10. gr.
Það fer eftir lagaskilareglum þess ríkis þar sem dómur er kveðinn upp hvort
heimild er til þess að höfða mál beint gegn vátryggjandanum.138 Spuming er
hvaða lagaskilareglu verður beitt í dómsmáli hér á landi. Torben Svenné
Schmidt bendir á að samkvæmt dönskum rétti sé þessari spurningu vandsvarað.
Valið sýnist þó standa milli þeirra laga sem gildi um vátryggingarsamninginn
og þeirra laga sem ákvarði ábyrgð tjónvalds, þ.e. gemingsstaðalaga (lex causa).
Sá skilningur sé þó almennur hjá fræðimönnum og í dómaframkvæmd að síð-
arnefnd lög eigi hér við.139
133 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret. bls. 77.
134 Sjá Allan Philip: EU-IP, bls. 88, sem vísar í þessu sambandi til Bier málsins.
135 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 32.
136 Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 181.
137 Sjá nánar Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 78.
138 P. Jenard: OJ 1979 C 59, bls. 32.
139 Sjá nánar Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret. bis. 78. Þar er vísað til dóma-
framkvæmdar í Þýskalandi og Frakklandi. Sjá einnig sömu skoðunar Peter Arnt Nielsen: Inter-
national privat- og procesret, bls. 182.
351