Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Blaðsíða 46
ótengdra aðila. Armslengdarreglan er grundvallarleiðbeiningin varðandi regl-
umar þrjár.
A árinu 1983 gáfu þýsk skattyfirvöld út leiðbeiningar um túlkun á þessum
reglum og voru þær aðallega byggðar á leiðbeiningum OECD frá 1979. Þessu
til viðbótar má nefna reglur félagaskattalaga um magra eiginfjármögnun þýskra
dótturfélaga milli landa.
Þýsk skattyfirvöld hafa tekið frekar neikvæða afstöðu til leiðbeininga OECD
frá 1995, sérstaklega til hagnaðarreglna þeirra sem þau neita að viðurkenna.
Leiðbeiningar skattyfirvalda byggja á ákveðnum staðli sem miðar við venjulega
viðskiptaframkvæmd af hálfu gaumgæfins og samviskusams framkvæmda-
stjóra. Gert er ráð fyrir notkun einnar hefðbundinnar aðferðar eða samtímis
notkun þriggja, þ.e. sambærileikaaðferðinni, endursöluaðferðinni og kostnaðar-
álagsreglunni. Hagnaðartengdar reglur má ekki nota eins og áður sagði.
Að því er þóknanir sérstaklega varðar segja reglurnar að sé ekki unnt að meta
þær með hliðsjón af óháðum samanburði, sé gengið út frá því að samvisku-
samur framkvæmdastjóri leyfisþega myndi ekki samþykkja hærri þóknanir en
svo, að rými væri til þess að ná viðeigandi hagnaði af afurðinni sem leigð er.
Þýsk skattyfirvöld halda lista yfir þóknanagreiðslur sem notaðar eru innan
ólíkra atvinnugreina. Þessi listi, sem er notaður við skattendurskoðun, er ekki
birtur opinberlega. Beita má álagningu vegna hagnaðar í sambandi við milli-
verðlagningu tækniþjónustu.
Þýsk skattyfirvöld samþykkja almennt ekki þóknanir vegna réttar til þess að
nota nafn fyrirtækis. Þegar vörunafn er hluti firmanafns, en er fyrst og fremst
viðurkennt sem vörumerki, mun þóknun venjulega vera samþykkt.
Kostnaðarskiptingarfyrirkomulag er því aðeins samþykkt að þjónustufélagið
og þýska félagið hafi fyrirfram samið um þá þjónustu sem veita á og verð
hennar. Ennfremur verða þessir samningsaðilar að fara eftir samningnum og
sýna gögn því til staðfestingar hvaða þjónusta hefur farið fram og að hið þýska,
móttakandi félag hafi í raun notað sér þjónustuna. Þá verður þýska félagið að
sýna fram á að það hafi haft nægjanlegt hagræði fyrir greidda þjónustu yfir
meðal tímabil. Þýsk skattyfirvöld eru treg til að samþykkja álagningu ofan á
kostnað hins erlenda félags við að veita þjónustuna. Þýsk skattyfirvöld krefjast
ótvíræðs fyrirfram samkomulags vegna viðskipta milli tengdra aðila. Það er
ekki unnt að bæta úr þessu eftir á með afturvirkum samningum. Þessar kröfur
fara oft á svig við ákvæði tvísköttunarsamninga sem leyfa ekki leiðréttingar
eingöngu vegna brests á formsatriðum. Sönnunarbyrði í milliverðlagningar-
málum milli landa hvílir almennt á skattgreiðandanum. Ekki er unnt að fá
fyrirframsamkomulag við þýsk skattyfirvöld um milliverðlagningu.
114