Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 8

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 8
í máli sem dæmt var í Hæstarétti árið 1987 (10. mars) var haldið fram hinu sama um stjórnarskrána og mannréttindasáttmálann og í máli Jóns Kristinsson- ar, en sýslumaður dæmdi málið í héraði. í dórni Hæstaréttar kemur fram að 2. grein stjórnarskráinnar hafi ekki verið talin standa í vegi þeirri skipan sem lög mæli fyrir um að sýslumenn og bæjarfógetar, sem hafi á hendi lögreglustjóm, fari jafnframt með dómsvald í héraði en beinlínis gert ráð fyrir því að dómendur geti haft umboðsstörf á hendi. Um þýðingu 6. gr. mannréttindasáttmálans fyrir úrslit málsins segir í dóminum eftirfarandi: Akvæðum 6. gr. Evrópusamnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. aug- lýsingu nr. 11 frá 9. febrúar 1954 hefur ekki verið veitt lagagildi hér á landi. Breyta þau ekki þeirri lögbundnu skipan sem að framan var greind. Þar sem hinn áfrýjaði dómur var samkvæmt þessu kveðinn upp af héraðsdómara, sem til þess var bær að íslenskum lögum, verður hann ekki ómerktur af þeirri ástæðu sem hér er um fjallað þótt í málinu hafi verið lagðar fram skýrslur sem lögreglumaður í umdæmi héraðs- dómara hafði tekið. I dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp tæpum þremur árum síðar eða 9. janúar 1990 var blaðinu snúið við. Málið var dæmt af 7 dómurum með sam- hljóða atkvæði. Þótt ekki komi það glögglega fram í dóminum má gera ráð fyrir að í því máli hafi verið hafðar uppi sömu málsástæður og í þeim tveimur málum sem að framan eru nefnd til sögunnar, en fulltrúi sýslumanns hafði dæmt málið í héraði. 1 dóminum er beggja málanna getið og segir síðan eftirfarandi: Sögulegar og landfræðilegar aðstæður hafa leitt til þess, að sömu menn hafa hér á landi gegnt störfum bæði á sviði stjómsýslu og dómsýslu. Samrýmist þetta illa við- horfum í ríkjum, sem um annað byggja á svipuðum réttarhugmyndum og ísland. Niðurstaða í málinu er byggð á eftirfarandi forsendum: I málinu er á þetta að líta: í stjórnarskrá lýðveldisins er byggt á þeirri meginreglu, að ríkisvaldið sé þríþætt og að sérstakir dómarar fari með dómsvaldið. Þær sérstöku sögulegu og landfræðilegu aðstæður, sem bjuggu því að baki, að sömu menn fara utan Reykjavíkur oftsinnis bæði með stjómsýslu og dómstörf, hafa nú minni þýðingu en fyrr, meðal annars vegna greiðari samgangna en áður var. Alþingi hefur sett lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, sem taka eiga gildi 1. júlí 1992. Island hefur að þjóðarétti skuldbundið sig til þess að virða mannréttindasáttmála Evrópu. Mannréttindanefnd Evrópu hefur einróma ályktað, að málsmeðferðin í máli Jóns Kristinssonar, sem fyrr er lýst, hafi ekki verið í samræmi við 6. gr. mannréttindasátt- málans. Ríkisstjóm Islands hefur, eftir að fyrrgreindu máli var skotið til Mannréttindadóm- 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.