Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 9
Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að öll mannréttindi séu algild og eigi að gilda alls staðar. Aherzlur á einstök réttindi geta verið mismunandi eftir aðstæð- um. Tæplega verður um það deilt, að í lýðræðisríki með sterkar lýðræðishefðir og almenna velmegun er eðlilegt, að lögð sé áherzla á önnur réttindi en í þeim ríkjum, þar sem ríkir geðþóttastjóm, almenningur er ekk'i óhultur um líf sitt fyrir stjómvöldum og á tæplega í sig og á. Stjómarskrá Islands er gegnsýrð af því, að á Islandi sé lýðræðisríki, þar sem borgaramir eru jafnir og skyldur ákveðnar með lögum.2 Inngrip í réttindi borgaranna verða að vera gerð samkvæmt lögum og uppfylla ströng skilyrði. Skoðun mín: Frjáls skoðanaskipti era undirstaða lýðræðisþjóðfélagsins. Ákvarðanir á að taka á grundvelli upplýstrar umræðu, þar sem allar skoðanir megi hafa og takmörkunum á tjáningarfrelsi verði settar mjög þröngar skorður. Af þessum ástæðum er ég þeirrar skoðunar, að í landi eins og íslandi beri að leggja mesta áherzlu á tjáningarfrelsið, það er undirstaða sjálfs stjómskipulagsins. Höfundur gerir sér fulla grein fyrir því, að t.d. í Afganistan, Albaníu, Kongó, Palestínu, Rúanda eða Zimbabve þurfi að leggja meiri áherzlu á önnur réttindi, þar á meðal réttinn til lífs og til að hafa í sig og á. Þetta breytir því ekki, að í umræðu á Islandi verður að miða við aðstæður hér. I dæmaskyni um breyttar áherzlur á einstaka mannréttindaþætti má benda á, að fyrir tuttugu árum, þegar tölvu og upplýsingabylting var fjarlæg framtíðarsýn, beindust sjónir manna ekki mjög að þeim réttindum friðhelgi einkalífs, sem vemduð eru í 71. gr. stjómarskrár og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Nú er sífellt meiri áherzla lögð á þennan þátt af góðum og gildum ástæðum. Virk hætta er á, að tölvutækni sé beitt til þess að safna saman og samnýta persónuupplýsingar og hverskyns fjölmiðlar verða sífellt ágengari. Þetta hefur leitt til þess, að rétturinn til þess að fá að vera í friði verður í æ meiri hættu. Allir eru fúsir til að viðurkenna nauðsyn og mikilvægi tjáningarfrelsisins í orði, en á borði breytast skoðanir mjög margra, þegar eitthvað er sagt, sem þeim mislíkar. Deilur um takmörk tjáningarfrelsis miðast í raun og veru yfirleitt við að meta mikilvægi hlutfallslegra áherzlna. Það er annarsvegar 71. gr. Stjómarskrár lýðveldisins íslands nr. 33/1944: 2 Þetta kemur m.a. mjög skýrlega fram í nefndaráliti um frumvarpið, sem varð að stjómarskipunar- lögum nr. 97/1995, það er: „Gæta verður að því að í stjómarskránni í heild er lagður gmndvöllur að lýðræðislegum stjómarháttum. Mannréttindakaflinn er hluti af stjómarskránni og verður ekki lesinn úr samhengi við önnur ákvæði hennar". 1994-95. - 118. löggjafarþing - 297. mál. Þingskjal 758. Nefndarálit um frv. til stjómarskipunarlaga um breyt. á stjómarskrá lýðveldisins íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum. Frá stjómarskrámefnd. (Tekið af vefsíðu Alþingis, althingi.is) 203
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.