Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 10
Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum,
nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um
rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og
hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt
friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyidu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda
annarra. (Leturbr. hér)
Hinsvegar 73. gr. stjórnarskrárinnar:
Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að Iáta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær
fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í
lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða
öryggis ríkisins, til vemdar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða
mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðis-
hefðum. (Leturbr. hér)
Samsvarandi ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu eru:3
8. gr.
Friðhelgi einkalífs og fjölskyldu.
1. Sérhver ntaður á rétt til friðhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta.
2. Opinber stjórnvöld skulu eigi ganga á rétt þennan nema samkvæmt því sem
lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis,
almannaheilla eða efnalegrar farsældar þjóðarinnar, til þess að firra glundroða eða
glæpum, til verndar heilsu manna eða siðgæði eða réttinduin og frelsi annarra.
(Leturbr. hér)
10. gr.
Tjáningarfrelsi.
1. Sérhver maður á rétt til tjáningarfrelsis. Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til
að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og
erlendis án afskipta stjómvalda. Akvæði þessarar greinar skulu eigi hindra ríki í að
gera útvarps-, sjónvarps- og kvikmyndafyrirtækjum að starfa aðeins samkvæmt
sérstöku leyfi.
2. Þar sem af réttindum þessum leiðir skyldur og ábyrgð er heimilt að þau séu háð
þeim fonnsreglum, skilyrðum, takmörkunum eða viðurlögum sem lög mæla fyrir um
og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, landvama eða
almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða sið-
gæði manna, mannorði eða réttindum og til þess að koma í veg fyrir uppljóstran
trúnaðarmála eða til þess að tryggja vald og óhlutdrægni dómstóla. (Leturbr. hér)
3 Sbr. Lög um Mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994.
204