Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 13
4. SIÐAREGLUR LÖGMANNA OG ÁKVÆÐI LÖGMANNALAGA
Tímamir breytast og mennimir með, var áður sagt. Codex Ethicus fyrir Lög-
mannafélag íslands (LMFI) var upphaflega samþykktur 24. júní 1960 og hefur
verið breytt nokkrum sinnum. Fyrir þá heildarendurskoðun, sem fram fór 1999
í tengslum við setningu nýrra lögmannalaga og veigamiklar breytingar á sam-
þykktum félagsins, hafði heildarendurskoðun síðast átt sér stað 1978. Núver-
andi siðareglur voru samþykktar á aðalfundi LMFI 17. mars 2000.
Ekki er líklegt, að jafn langur tími líði til næstu heildarendurskoðunar. Þótt
ekki væri annað en tæknibreytingar og sífellt meiri þátttaka í alþjóðlegum verk-
efnum, er nauðsynlegt að hafa endurskoðun siðareglna sem fast verkefni. Æski-
legt væri, að stjóm félagsins, eða eftir atvikum aðalfundur, kjósi fasta siðareglna-
nefnd, sem gæti sífellt að nauðsynlegum breytingum.
Að þessu gættu: Lögmönnum er rétt hafa í huga „Hard cases make bad law“.
Ekki er víst, að dómur í 306/2001 sé eins þýðingarmikill og fyrstu viðbrögð
gætu bent til. Eg sé ekki, að dómurinn í sjálfu sér geri nauðsynlegt að breyta
eða bæta við siðareglurnar. Gjalda ber varhug við því að hlaupa til og freista
þess að leysa vanda, sem ekki er víst að sé fyrir hendi. Betra er heilt en velgróið.
Mikilvægasta ákvæði siðareglnanna er 1. gr.:
Um góða lögmannshætti almennt.
1. gr.
Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti. Skal lögmaður svo til allra mála leggja,
sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku.5
Fimmta grein CODEX hljóðar nú þannig:
I umræðu í fréttamiðlum eða á öðrum opinberum vettvangi um mál, sem lögmaður
hefur eða hefur haft til meðferðar, ber honum að virða óskir skjólstæðings síns um
að ekki sé fjallað um málið af hans hálfu.
Lögmanni er jafnan rétt að koma á framfæri mótmælum og leiðréttingum við
röngum og villandi fréttum af málum.6
Haustið 1999 hljóðaði 5. gr. CODEX svo:
Lögmaður má ekki í fréttamiðlum eða á öðrum opinberum vettvangi ræða eða rita
um mál, sem hann hefur eða hefur haft til meðferðar, eða stuðla að því að nafn hans
eða skjólstæðings sé getið opinberlega í tengslum við slík mál, nema réttmætir
hagsmunir skjólstæðings, almennings eða lögmannsins sjálfs krefjist þess.
Heimilt er þó að fengnu samþykki skjólstæðings að gefa bein svör við spumingum
um einstök atriði eða atvik mála, sem þegar eru á almanna vitorði, og jafnan er
5 Tekið eftir útgáfu á heimasíðu LMFÍ, lmfi.is.
6 Sama heimild.
207