Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 14
lögmanni rétt að koma á framfæri mótmælum og leiðréttingum við röngum og vill-
andi fréttum af slíkum málum.
Málefnaleg umræða og ritun um mál, sem er lokið og hafa faglega eða fræðilega
þýðingu, skal og heimil t. d. á þingum lögfræðinga og í fræðitímaritum, en gæta skal
nafnleyndar, þar sem við á.
I vafatilvikum skal lögmaður ávallt hafa samráð við félagsstjórnina.7
Þessi grein siðareglnanna hafði sætt mikilli gagnrýni meðal lögmanna, en
ýmsir þeirra töldu, að ákvæðin takmörkuðu tjáningarfrelsi þeirra verulega um-
fram það, sem heimilt væri samkvæmt 73. gr. stjórnarskrár, og þegar tekið væri
tillit til þess, að aðild að félaginu væri skyldubundin og því væri ekki unnt að
líta svo á, að allir félagsmenn hefðu sjálfviljugir gengizt undir þessi ákvæði. Að
þýðingu þessa ákvæðis og gildissviði þess verður vikið nánar í næsta kafla og í
niðurstöðukafla greinarinnar.
I þessu samhengi verður einnig að hafa hliðsjón af 8. gr. siðareglnanna, eins
og hún er og var haustið 1999, það er:
I samræmi við meginreglu 1. gr. skal lögmaður leggja sig fram um að gæta hags-
muna skjólstæðinga sinna. Ber honum að vinna það starf án tillits til eigin hags-
muna, persónulegra skoðana, stjómmála, þjóðemis, trúarbragða, kynþátta, kynferðis,
kynhneigðar eða annarra utanaðkomandi atriða, er ekki snerta beinlínis málefnið
sjálft.
Lögmanni ber að forðast að samkenna sig skjólstæðingi sínum og hefur kröfu til að
vera ekki samkenndur þeim sjónarmiðum og hagsmunum, sem hann gætir fyrir
skjólstæðing sinn.8
I lögum um lögmenn nr. 77/1998 er m.a. kveðið á um skyldur lögmanna við
skjólstæðinga sína, einkum í 18. og 22. gr.
18. gr.
Lögmönnum ber í hvívetna að rækja af alúð þau störf sem þeim er trúað fyrir og
neyta allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna.
22. gr.
Lögmaður ber þagnarskyldu um hvaðeina sem honum er trúað fyrir í starfi sínu.
Starfsmaður lögmanns er einnig bundinn þagnarskyldu um slík trúnaðarmál sem
hann kann að komast að vegna starfa sinna. Aður en lögmaður tekur að sér verk ber
honum að vekja athygli þess sem til hans leitar ef hann telur einhverja hættu á að
hagsmunimir sem í húfi eru kunni að rekast á hagsmuni hans sjálfs, venslamanna
sinna eða annars umbjóðanda, eða að samsvarandi tormerki geti risið við rækslu
starfans.
7 Tekið eftir útgáfu Lögmannafélags Islands, sem dreift var meðal lögmanna vegna aðalfundar árið
2000.
8 Sama útgáfa og heimasíða Lögmannafélags Islands.
208