Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 15

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 15
Ber hér að sama brunni, sbr. það ákvæði 18. gr., að lögmanni beri að neyta allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna. Eitt þeirra atriða, sem ekki var leyst úr í dóminum í hæstaréttarmálinu nr. 306/2001, var hvenær starfi lögmanns lyki, eða ef til vill frekar hvenær staða lögmanns breyttist frá því að hafa verið t.d. verjandi sakaðs manns og í það að vera þátttakandi í opinberri umræðu. I því máli, sem hér er til umræðu, er óumdeilt, að það var að minnsta kosti með samþykki hins sakaða, að lögmaður hans tók þátt í hinni opinberu umræðu, og tjáningarfrelsi lögmannsins var því ekki tak- markað af tilliti til umbjóðanda hans. 5. TJÁNINGARFRELSI LÖGMANNA Lögmenn, eins og aðrir, njóta þess tjáningarfrelsis sem 73. stjómarskrár vemdar. Að auki njóta þeir fyrir dómi nánast óskoraðs tjáningarfrelsis, tján- ingarfrelsi þeirra þar takmarkast í raun og veru aðeins af 1. og 2. mgr. 135. gr. einkamálalaga, og á þeim tíma, sem deilan stóð, þáverandi 1. mgr. 5. gr. Codex Ethicus fyrir lögmenn, sem rakin var að framan og nú 19. gr. siðareglna. í lögum um meðferð einkamála segir í 135. gr.: 1. Ákveða má sekt á hendur aðila fyrir: c. að valda af ásetningi óþörfum drætti á mál, d. að hafa uppi vísvitandi rangar kröfur, staðhæfingar eða mótbárur, e. ósæmileg skrifleg eða munnleg ummæli sem hann hefur uppi fyrir dómi um dómara, gagnaðila, umboðsmann gagnaðila eða aðra menn, f. að misbjóða virðingu dóms á annan hátt með framferði sínu í þinghaldi. (Leturbr. hér) I 2. mgr. 135. gr. er kveðið á um að ákveða megi umboðsmanni aðila sekt fyrir brot á c-f liðum 1. mgr. Þegar bakgrunnur dómsmálsins, sem rakinn var að ofan, er hafður í huga, ætti enginn að velkjast í vafa um, að réttmætir hagsmunir skjólstæðings áfrýj- anda kröfðust þess, að málstaður hans væri fluttur fyrir þeim dómstóli götunnar, sem hafði málið til meðferðar. Áfrýjanda bar engin lagaleg skylda til þess að flytja málið fyrir dómstóli götunnar. Vafalaust er, að hann telur, að til þess hafi honum borið skylda frjáls manns að tjá sig, þegar hann telur gróflega hallað réttu máli. Vera má, að áfrýjandinn hafi ekki verið alveg samkvæmur sjálfum sér í því hvemig hann leit hlutverk sitt og síðar lýsti því, það er hann virðist bæði hafa sagt, að hann tæki þátt í umræðunni sem áhugamaður um rétt hins sakaða, en hann hefur líka látið í ljós, að hann hafi haldið áfram að sinna lög- mannsstarfi sínu. Ég tel ekki, að í þessu samhengi skipti þetta máli. Af 5. gr. CODEX ætti öllum að vera ljóst, að starfi lögmannsins lýkur ekki endilega við dómsuppsögu í máli. Hann hefur áfram frelsi til þess að tjá sig um mál, sem hann hefur haft til meðferðar, þegar réttmætir hagsmunir skjólstæð- ings, almennings eða lögmannsins sjálfs krefjast þess. 209
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.