Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 15
Ber hér að sama brunni, sbr. það ákvæði 18. gr., að lögmanni beri að neyta
allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna. Eitt
þeirra atriða, sem ekki var leyst úr í dóminum í hæstaréttarmálinu nr. 306/2001,
var hvenær starfi lögmanns lyki, eða ef til vill frekar hvenær staða lögmanns
breyttist frá því að hafa verið t.d. verjandi sakaðs manns og í það að vera
þátttakandi í opinberri umræðu. I því máli, sem hér er til umræðu, er óumdeilt,
að það var að minnsta kosti með samþykki hins sakaða, að lögmaður hans tók
þátt í hinni opinberu umræðu, og tjáningarfrelsi lögmannsins var því ekki tak-
markað af tilliti til umbjóðanda hans.
5. TJÁNINGARFRELSI LÖGMANNA
Lögmenn, eins og aðrir, njóta þess tjáningarfrelsis sem 73. stjómarskrár
vemdar. Að auki njóta þeir fyrir dómi nánast óskoraðs tjáningarfrelsis, tján-
ingarfrelsi þeirra þar takmarkast í raun og veru aðeins af 1. og 2. mgr. 135. gr.
einkamálalaga, og á þeim tíma, sem deilan stóð, þáverandi 1. mgr. 5. gr. Codex
Ethicus fyrir lögmenn, sem rakin var að framan og nú 19. gr. siðareglna.
í lögum um meðferð einkamála segir í 135. gr.:
1. Ákveða má sekt á hendur aðila fyrir:
c. að valda af ásetningi óþörfum drætti á mál,
d. að hafa uppi vísvitandi rangar kröfur, staðhæfingar eða mótbárur,
e. ósæmileg skrifleg eða munnleg ummæli sem hann hefur uppi fyrir dómi um
dómara, gagnaðila, umboðsmann gagnaðila eða aðra menn,
f. að misbjóða virðingu dóms á annan hátt með framferði sínu í þinghaldi.
(Leturbr. hér)
I 2. mgr. 135. gr. er kveðið á um að ákveða megi umboðsmanni aðila sekt
fyrir brot á c-f liðum 1. mgr.
Þegar bakgrunnur dómsmálsins, sem rakinn var að ofan, er hafður í huga,
ætti enginn að velkjast í vafa um, að réttmætir hagsmunir skjólstæðings áfrýj-
anda kröfðust þess, að málstaður hans væri fluttur fyrir þeim dómstóli götunnar,
sem hafði málið til meðferðar. Áfrýjanda bar engin lagaleg skylda til þess að
flytja málið fyrir dómstóli götunnar. Vafalaust er, að hann telur, að til þess hafi
honum borið skylda frjáls manns að tjá sig, þegar hann telur gróflega hallað
réttu máli. Vera má, að áfrýjandinn hafi ekki verið alveg samkvæmur sjálfum
sér í því hvemig hann leit hlutverk sitt og síðar lýsti því, það er hann virðist
bæði hafa sagt, að hann tæki þátt í umræðunni sem áhugamaður um rétt hins
sakaða, en hann hefur líka látið í ljós, að hann hafi haldið áfram að sinna lög-
mannsstarfi sínu. Ég tel ekki, að í þessu samhengi skipti þetta máli.
Af 5. gr. CODEX ætti öllum að vera ljóst, að starfi lögmannsins lýkur ekki
endilega við dómsuppsögu í máli. Hann hefur áfram frelsi til þess að tjá sig um
mál, sem hann hefur haft til meðferðar, þegar réttmætir hagsmunir skjólstæð-
ings, almennings eða lögmannsins sjálfs krefjast þess.
209