Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 17
gegn Sviss frá árinu 1998.11 Schöpfer var verjandi manns, sem hnepptur hafði verið
í gæzluvarðhald. Schöpfer taldi lögregluyfirvöld hafa brotið rétt á skjólstæðingi
sínum og boðaði til blaðamannafundar, þar sem hann vandaði lögreglu ekki
kveðjurnar. Eftir blaðamannafundinn leitaði hann síðan til æðra dómstigs. Eins og
sjá má byggist niðurstaða dómsins á því, að réttmætt hafi verið að sekta Schöpfer
smávægilega fyrir það, að hann flutti mál sitt í fjölmiðlum áður en hann neytti allra
úrræða réttarkerfisins, úrræða sem þegar á reyndi dugðu a.m.k. að hluta.
Dómur í máli Nikula 21. marz 2002
Af þeirri tilviljun, sem einkennir mannlífið, var síðari dómurinn kveðinn upp sama
dag og dómurinn í málinu nr. 306/2001, það er 21. marz 2002, Nikula gegn
Finnlandi,12 Þar háttaði svo tii, að Nikula var verjandi manns, sem sakaður hafði
verið um svikabrot í kaupsýslu. Nokkrir aðrir voru taldir hafa komið við sögu, eða
taldir geta hafa komið við sögu. Saksóknari í málinu ákærði ekki einn þeirra, og gat
því vitnisburður hans orðið til þess að auðvelda sakfellingu skjólstæðings Nikula, en
annar var ákærður og gat þá ekki borið vitni, sem vera hefði mátt skjólstæðingi
Nikula til halds. Nikula taldi, að með saksóknarákvörðunum sínum væri saksóknari
að misnota matsheimildir sínar til ákæru í því skyni að torvelda vöm skjólstæðings
lögmannsins og væri þetta brot á réttarfarslögum. Nikula las upp í réttarhaldi fyrir
borgardómi skjal: >rRole manipulation and unlawful presentation of evidence“,13
Þetta sama skjal lagði Nikula fram í réttinum. Saksóknarinn krafðist þess, að mál
yrði höfðað gegn Nikula fyrir meiðyrði um starfsmann réttarvörzlukerfisins, en
þeirri kröfu var hafnað á þeim grundvelli, að þótt brot hefði verið framið væri það
minniháttar og refsing gæti einungis orðið lág sekt. Höfaði þá saksóknarinn
einkarefsimál á hendur Nikula og var að nokkru fallizt á kröfur hans. í dómi
áfrýjunardómstóls var Nikula gert að greiða 4.260 finnsk mörk í sekt (jafngildi um
það bil 60.000 króna) og alls um það bil 219.000 í sekt, bætur og málskostnað.
Niðurstaða á áfrýjunarstigi
Finnski áfrýjunardómstóllinn taldi m.a., að skylda lögmanns væri að gæta hagsmuna
skjólstæðings síns, eins og lög og siðareglur heimiluðu. Lagaákvæði um skyldur
lögmanns í þessu efni væru almenn. Viðurkennd almenn sjónarmið lytu að því, að
11 Dómurinn sagði í efnisgrein 34: „34 The Court notes that Mr Schöpfer - who was a lawyer -
had raised in public his complaints on the subject of criminal proceedings which were at that time
pending before a criminal court. In addition to the general nature, the seriousness and the tone of
the applicant’s assertions, the Court notes that he first held a press conference, claiming that this
was his last resort, and only afterwards lodged an appeal before the Luceme Court of Appeal,
which was partiy successful. He also omitted to apply to the other supervisory body for the district
authority, the public prosecutor’s office, whose ineffectiveness he did not attempt to establish
except by means of mere assertions. Having regard also to the modest amount of the fine imposed
on the applicant, the Court considers that the authorities did not go beyond their margin of
appreciation in punishing Mr Schöpfer. There has accordingly been no breach of Articie 10“. Ase
of Scliöpfer v. Switzerland (56/1997/840/1046)
12 Case og Nikula v. Finland (Application no. 31611/96).
13 Sami dómur, ensk útgáfa.
211