Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 18
sökuðum manni væru fengin öll nauðsynleg úrræði til varnar. Samkvæmt þessu gæti lögmaður gert kröfu til þess, að öll atriði máls gegn skjólstæðingi væru réttilega meðfarin fyrir dómi. Lögmanni bæri skylda til þess að benda á villur og ágalla í máli og væri í því efni frjáls að því að gagnrýna allt, sem máli skipti. Slík gagnrýni yrði þó að vera hæfileg og byggð á staðreyndum, og gæta þyrfti vandlega að grundvelli gagnrýni. Framsetningarháttur lögmanns takmarkaðist einnig af lagaákvæðum. I málinu hefði verið upplýst, að verjandinn hefði haldið því fram, að saksóknarinn hafi viljandi misfarið með matsheimildir sínar og hefði þar með brotið gegn opinberum skyldum sínum. Hefði saksóknarinn því verið sakaður um háttsemi, sem væri refsiverð væru ásakanimar réttar.14 Hér má t.d. hafa hliðsjón af dómi Hæsta- réttar þann 19. desember 2000 í málinu nr. 272/2000 Kjartan Gunnarsson gegn Sigurði G. Guðjónssyni. Meðferð fyrir Hæstarétti Finnlands og mannréttindadómstólnum Báðir málsaðilar áfrýjuðu til Hæstaréttar Finnlands, sem staðfesti rökstuðning áfrýjunardómstólsins, en felldi niður sektina. Stóð þá eftir, að Nikula var gert að greiða bætur og kostnað, eða samtals um það bil 165.000 krónur. Nikula kvartaði til Mannréttindadómstóls Evrópu og dómur þar gekk, eins og fyrr sagði, þann 21. marz 2002.1 dómi sínum taldi meirihluti, fimm dómarar af sjö, að Finnland hefði brotið gegn 10. gr. mannréttindasáttmálans. I efnisgreinum 44-46 vísaði dómstóllinn efnislega til fyrri ummæla í máli Schöpfers15 og sagði m.a., að staða lögmanna væri miðlæg í réttarkerfinu sem milligöngumanna almennings og dómstólanna. Þessi staða skýrði hömlur, sem lagðar væru á fram- komu lögmanna. Dómstólamir yrðu að njóta trausts almennings og réttmætt væri að gera þá kröfu til lögmanna, að þeir legðu sitt af mörkum til þess, að dómsýsla færi réttilega fram. Þótt lögmenn nytu vissulega frelsis til þess að gagnrýna réttarkerfið opinberlega, væru þeirri gagnrýni óhjákvæmilega sett mörk og yrði þar að meta saman m.a. hagsmuni almennings af upplýsingum, þarfa réttrar dómsýslu og virð- ingu lögmannastéttarinnar. 14 Reifað eftir sama dómi. 15 Nikula gegn Finnlandi. „44 In exercising its supervisory jurisdiction, the Court must look at the impugned interference in the light of the case as a whole, including the content of the remarks held against the applicant and the context in which she made them. In particular, it must determine whether the interference in question was „proportionate to the legitimate aims pursued" and whether the reasons adduced by the national authorities to justify it are „relevant and sufficient“. In doing so, the Court has to satisfy itself that the national authorities applied standards which were in conformity with the principles embodied in Article 10 and, moreover, that they based themselves on an acceptable assessment of the relevant facts. 45. The Court reiterates that the special status of lawyers gives them a central position in the administration of justice as intermediaries between the public and the courts. Such a position explains the usual restrictions on the conduct of members of the Bar. Moreover, the courts - the guarantors of justice, whose role is fundamental in a State based on the rule of law - must enjoy public confidence. Regard being had to the key role of lawyers in this field, it is legitimate to expect them to contribute to the proper administration of justice, and thus to maintain public confidence therein see the Schöpfer v. Switzerland judgment of 20 May 1998, Reports of Judgments and Decisions 1998-111, pp. 1052-1053, §§ 29-30, with further references). (framhald á næstu síðu) 212 I
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.