Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 21
Þorgeir Þorgeirson 1992 vegna þess sem hér er reifað: Dómstóllinn tók fram í 64. efnisgrein, að í fordæmisrétti hans væri ekki að finna grundvöll fyrir þeim efnismun, sem íslenzka ríkið hélt fram, að væri á stjórnmála- umræðu og umræðu um önnur opinber málefni (other matters of public interest). Slíka umræðu mætti aðeins hefta á grundvelli skilyrða 2. mgr. 10. gr. mannréttinda- sáttmálans.21 Lingens gegn Austurríki 1986 vegna ummæla um staðreyndir og gildis- dóma: Greina yrði af nákvæmni á milli staðreynda og gildisdóma. Það væri hægt að sanna tilvist staðreynda, en ekki væri hægt að færa sönnur á gildisdóma. Kröfu um sann- anir fyrir gildisdómum væri ómögulegt að uppfylla, auk þess sem hún skerti sjálft skoðanafrelsið, sem væri grundvallarþáttur í réttindum þeim, sem 10. gr. sáttmálans tryggði mönnum. Mannréttindadómstóllinn hefur ítrekað sagt, að 10. gr. sáttmálans verndaði einnig ummæli, sem móðguðu, hneyksluðu eða röskuðu ró ríkisvaldsins eða einstakra hópa samfélagsins.22 Þótt hvergi komi fram í dómum mannréttinda- dómstólsins mismunandi vægi einstakra mannréttindaákvæða, hefur túlkun dómstólsins á 10. gr. verið mjög í samræmi við þá skoðun margra, að í lýð- ræðisríki sé tjáningarfrelsið allra mannréttinda mikilvægast. Nauðsynlegt er að taka fram, að í dómum mannréttindadómstólsins í málum Þorgeirs Þorgeirsonar og Lingens, svo og þeim dómum Hæstaréttar íslands, sem fallið hafa eftir lögfestingu mannréttindasáttmálans og stjómarskrárbreytinguna 1995. nutu þeir, sem fyrir ummælum urðu, takmarkaðrar friðhelgi vegna stöðu sinnar eða starfa og nauðsynjar opinberrar umræðu. Má þar nefna lyftinga- mennina í málum Péturs Péturssonar læknis frá 1995,23 Fangelsismálastjóra ríkisins í máli Hrafns Jökulssonar 1997,24 Húsnæðisstofnun og starfsmenn hennar 1998,25 og formann bankaráðs Landsbankans í máli 2000.26 Undantekningin er þó í dóminum, H 1999 857, en þar var beinlínis tekizt á um togstreitu friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis, ummæli læknis og rit- höfundar um málefni sjúklings, en þar sagði Hæstiréttur m.a.: 21 Taka verður fram, að nákvæm könnun á fordæmisrétti dómstólsins mundi þó einmitt leiða í ljós, að dómstóllinn hafði áður lagt sérstaka áherzlu á nauðsyn þess að vemda frelsi til óheftrar tjáningar um stjómmál. Of langt mál, og mikil vinna, væri þó að rekja þau dæmi, enda utan við viðfangsefni greinarinnar. 22 Sjá meðal annars í máli Lingens úr efnisgrein 41: „Subject to paragraph 2 (art. 10-2), it is applicable not only to „information" or „ideas“ that are favourably received or regarded as inoffensive or as a matter of indifference, but also to those that offend, shock or disturb. Such are the demands of that pluralism, tolerance and broadmindedness without which there is no „democratic society“ (see the above-mentioned Handyside judgment, Series A no. 24, p. 23, para. 49)“. 23 H 1995 752 og H 1995 774. " 24 H 1997 3618. 25 H 1998 1376. 26 Hæstaréttarmálið nr. 272/2000, dómur uppkveðinn 19. desember 2000. 215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.