Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 27
málinu nr. 306/2001 sagði áfrýjanda hafa verið að gæta. Einnig verður að hafa
það í huga, að fordæmisregla í þessum málaflokki verður yfirleitt ekki til með
einum dómi, heldur samfelldri dómaframkvæmd, og má um það vitna til dóma-
framkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu um 10. gr. mannréttindasátt-
málans, sem hefur stöðugt þróazt undanfama tvo áratugi. •
Niðurstaða mín er: Hæstarétti tókst ekki að leysa svo viðunandi sé það
erfiða úrlausnarefni, sem honum var fengið.
Eftivmáli: Við samningu þessavar greinar hefég fengið mjög mikilsverðar áhendingar
og athugasemdir frá samstaifsmönnum mínum, Hákoni Arnasyni hrl., Olafi Jóhannesi
Einarssyni hdl. og Þórólfi Jónssyni hdl. Hafa orðið á milli okkar skarpar umrœður, sem
hafa verið mér mjög gagnlegar. Fásinna vœri þó að gera þá góðvini mína á nokkurn
hátt ábyrga fyrir greininni, enda œtlast ég ekki til þess að viðmœlendur mínir séu
sammála mér í hvívetna, þótt ég kunni að telja það skynsamlegt! Benedikt Bogason
héraðsdómari hefur einnig gefið mér mikilvœgar ábendingar, bœði um málfar og efni.
Þeim öllum þakka égfyrirhöfn og leiðsögn.
Ymsar ábendingar um heimildir hef ég einnig fengið frá öðrum í áranna rás og er
þakklátur fyrir, þótt einstakra manna sé ekki getið.
221