Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 31

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 31
1. EFNISAFMÖRKUN Kauphallaréttur er nýtt viðfangsefni í íslenskri lögfræði. Fyrstu lögin um Verðbréfaþing íslands eru nr. 11/1993. Frá árinu 1985 hafði þó starfað vísir að kauphöll innan vébanda Seðlabanka Islands, sbr. reglur nr. 268/1995. A síðasta áratug varð veruleg þróun í kauphallarekstri hér á landi og voru sett ný lög nr. 34/1998 urn starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða. I þessari grein er viðfangsefnið það að gefa yfirlit um helstu reglur og sjónarmið sem gilda um skráningu verðbréfa á skipulegum verðbréfamarkaði (kauphöll). Ekki verður sérstaklega fjallað um skipulega tilboðsmarkaði.1 Sérstök áhersla verður lögð á að leita svara við því hvaða grunnsjónarmið liggja að baki setningu lagareglna á þessu sviði. Þá verður athugað hvaða rök mæla með því að skrá verðbréf í kauphöll og jafnframt hugað að ókostum sem skráningu kunna að fylgja. ítarlega er fjallað um þau skilyrði sem útgefendur verðbréfa verða að uppfylla til þess að bréf þeirra fáist skráð og kannað hvaða tilgangi þau þjóni. Athugaðar verða reglur um gerð og efni skráningarlýsingar og því svarað hvaða markmið liggja að baki gerð skráningarlýsinga. Þá verður gerð nokkur grein fyrir þeim sérstöku álitaefnum sem kunna að koma upp við ákvörðun bótaábyrgðar vegna gerðar og efnis skráningarlýsinga. Ekki verður sérstaklega fjallað um refsiábyrgð sem aðilar kunna að sæta vegna útgáfu skráningarlýsinga. 2. HUGTAKIÐ OPINBER SKRÁNING VERÐBRÉFA Hlutverk kauphalla er að starfrækja skipulegan verðbréfamarkað þar sem opinber skráning verðbréfa á sér stað og viðskipti með skráð verðbréf, sbr. 10. gr. laga um starfsemi kauphalla og skipulagðra tilboðsmarkaða nr. 34/1998 (khl. eða kauphallalög). í kauphallalögunum er rætt um skráningu verðbréfa í kauphöll sem opinbera skráningu. Hugtak þetta er skilgreint í 2. gr. laganna sem skráning til opinberra viðskipta og verðskráningar í kauphöll á grundvelli samræmdra skilmála um verðbréf og útgefendur þeirra sem staðfestir hafa verið af stjórnvöldum. Þrír meginþættir felast í þessari skilgreiningu sem ástæða er til að fjalla um. í fyrsta lagi eiga viðskipti og verðskráningar á verðbréfum að vera opinber. I þessu kemur fram það grundvallarsjónarmið sem liggur að baki reglum um opinbera skráningu verðbréfa, þ.e. að tryggja gagnsæi með opinberum upp- lýsingum um viðskipti með verðbréf.2 Til samanburðar má benda á að almennt gilda hlutafélagalög nr. 2/1995 (hl.) um útgáfu hlutabréfa í félögum. Hluta- félagalögin veita félögum talsvert svigrúm til þess að ákveða réttindi sem fylgja 1 Svipuð sjónarmið gilda hins vegar að ýmsu leyti um þessar tvær tegundir af mörkuðum. Um skilgreiningu annars vegar á skipulegum verðbréfamarkaði og skipulegum tilboðsmörkuðum vísast til umfjöllunar í grein Aslaugar Björgvinsdóttur: „Reglur um verðbréfamarkaði og viðfangsefni verðbréfaréttar". Úlfljótur. 3. tbl. 2001, bls. 346-247 og 354-355. 2 Sjá hér nánar Andersen og Clausen: Bdrsretten, bls. 1-2 og 2. tl. 11. gr. khl. 225
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.