Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 40
Með stoð í 42. gr. khl. hefur verið sett reglugerð nr. 434/1999 um opinbera skráningu verðbréfa í kauphöll (skráningarreglugerð). I reglugerðinni er að finna reglur um skilyrði fyrir skráningu verðbréfa eftir tegundum þeirra, reglur um meðferð umsókna og afgreiðslu, efni skráningarlýsinga, birtingu skrán- ingarlýsinga og ábyrgð á upplýsingum sem koma fram í henni o.fl. Með reglu- gerðinni fylgja fjórir viðaukar sem hafa að geyma gátlista um efni skráningar- lýsinga. Viðauki I fjallar um skráningarlýsingu hlutabréfa, viðauki II um skulda- bréf og viðauki III um heimildarskírteini fyrir hlut. I viðauka IV er hins vegar að finna reglur um undanþágur frá birtingu skráningarlýsinga og heimildir til að takmarka efni skráningarlýsinga við tiltekna þætti. Þá hefur Kauphöll Islands hf. sett reglur um skráningu verðbréfa í Kauphöll Islands hf. nr. 2 frá 1. júlí 1999.1 reglunum eru endurtekin mörg ákvæði reglu- gerðarinnar en að auki er að finna ítarlegri útfærslur á þeim efnisþáttum sem reglugerðin fjallar um. Að hluta til er þama um óþarfar tvítekningar að ræða en er væntanlega hugsað sem heildaryfirlit fyrir aðila á markaðinum. Samkvæmt 17. gr. khl. þarf að fá umsögn Fjármálaeftirlitsins um reglur sem kauphöll setur áður en þær taka gildi. Við setningu ofangreindra reglna kauphallalaganna og reglugerðarinnar var íslenskur réttur lagaður að tilskipunum ráðs Evrópusambandsins um opinbera skráningu verðbréfa.15 Er þetta í samræmi við skuldbindingar sem íslenska ríkið tók á sig með undirritun EES-samningsins, sbr. lög nr. 2/1993. Þær tilskip- anir ráðsins sem hér hafa þýðingu, og hafa verið innleiddar í íslenskan rétt, eru annars vegar tilskipun frá 5. mars 1979 um samræmingu á skilmálum fyrir opinbem skráningu verðbréfa á verðbréfaþingi, 79/279/EBE.16 Tilskipuninni var breytt með tilskipun 88/627/EBE. Hins vegar er um að ræða reglur skv. tilskipun ráðsins frá 17. mars 1980 um samræmingu á kröfum um gerð, athugun og dreifingu á skráningarlýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru tekin til opinberrar skráningar á verðbréfaþingi, 80/390/EBE,17 eins og henni var breytt með tilskipunum 82/148/EBE, 87/345/EBE, 90/211/EBE og 94/18/EBE. Nú hafa þessar tilskipanir verið sameinaðar ásamt öðrum kauphallatilskipunum Evrópusambandsins í eina tilskipun um skilyrði opinberrar skráningar verð- bréfa á verðbréfaþingi og upplýsingagjöf vegna þeirra, nr. 2001/34/EC.18 15 í 29. gr. grein reglugerðar nr. 434/1999 um opinbera skráningu verðbréfa í kauphöll er tekið fram að hún sé sett í samræmi við ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar um að taka upp í innlendan rétt ákvæði tiltekinna tilskipana. 16 Sjá Official Joumal of the European Communities 1979 (L66), bls. 21. 17 Sjá Official Journal of the European Communities 1980 (L100), bls. 1. 18 Sjá Official Joumal of the European Communities 2001 (L184), bls. 1 og lið 24 í Annex IX við Samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993. Sameining eldri tilskipana í eina er fyrsta skrefið í endurskoðun Evrópusambandsins á sviði kauphallaréttar. Sú endurskoðun er hluti af svokölluð „Financial Action Plan“ en á grundvelli þess hyggst Evrópusambandið uppfæra löggjöf á sviði fjármálaþjónustu á tímabilinu 2000 til 2005. Aætlun þessi byggist á niðurstöðum Lamfallussy nefndarinnar eða „Committee of Wise Men“ sem sett var á laggirnar til þess að gefa skýrslu um stöðu reglna Evrópusambandsins á sviði fjármálaþjónustu. 234
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.