Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 45
Skilyrði þetta er mjög almennt og í raun óþarft því að fyrirtæki sem gefa út verðbréf eiga lögum samkvæmt að fylgja þeim reglum sem um starfsemi þeirra gilda. Akvæðið er því fyrst og fremst árétting um það að fyrirtækin gæti þess í starfsemi sinni að fara að lögum og reglum og að þeir þættir verði sérstaklega skoðaðir áður en verðbréfin eru tekin til skráningar. Við gerð skráningarlýsinga og áreiðanleikakönnunar23 sem henni fylgir eru ýmsir þættir í starfsemi fyrir- tækja skoðaðir til þess að ganga úr skugga um að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög, reglur og venjur í viðskiptum. Þá má segja að í ákvæðinu felist ákveðin fyrirmæli til kauphalla um að gengið sé úr skugga um að þessi atriði séu í lagi með áreiðanleikakönnun á útgefandanum. Sem dæmi má nefna að hlutafélög sem óska eftir skráningu verða að starfa í samræmi við hlutafélagalög, skattalög, samþykktir félagsins, ákvarðanir stjóm- areininga, atvinnulöggjöf sem gildir um starfsemi þeirra o.fl. Mjög þýðingar- mikið er að í hlutafélögum sé gætt að þeim form- og efnisreglum sem um starf- semi þeirra gilda. Hafa verður sérstaklega í huga að ýmsar formreglur em settar til þess tryggja réttarstöðu ýmissa aðila sem koma að starfsemi félaga, svo sem stjórnenda, lánardrottna, hluthafa og opinberra aðila (t.d. skattyfirvalda). Sé ekki gætt að þessum reglum getur það haft verulegar afleiðingar fyrir starfsemi félaganna. Margir hæstaréttardómar hafa gengið þar sem vanræksla á því að fylgja eftir reglunum hafa leitt til persónulegrar ábyrgðar stjómenda eða íþyngj- andi breytinga á réttarstöðu félags og hluthafa.24 8.1.2 Skráningin þarf að þjóna hagsmunum almennings og verðbréfamarkaðarins í 2. mgr. 2. gr. reglna KÍ nr. 2. um skráningu verðbréfa á Kauphöll íslands hf. er að finna það almenna skilyrði fyrir skráningu verðbréfa að skráningin þurfi að vera til þess fallin að þjóna hagsmunum almennings og verðbréfa- markaðarins. 23 Hugtakið áreiðanleikakönnun er hér notað yfir það sem kallað er á ensku „due diligence review“. Önnur hugtök hafa einnig verið notuð eins og „tilhlýðileg kostgæfni" sem er bein þýðing á enska heitinu „due diligence“. Þessi þýðing segir hins vegar lítið um markmiðið með úttektum þessum og er að auki óhentugt til notkunar í fræðilegri umfjöllun gagnstætt hugtakinu áreiðanleikakönnun. Með Iögfræðilegri áreiðanleikakönnun er á skipulagðan hátt gengið úr skugga um að starfsemi félags sé í samræmi við lög og reglur, viðskiptavenjur, samþykktir félaga og ákvarðanir stjómareininga. Nánar verður vikið að áreiðanleikakönnunum þegar fjallað verður um gerð skráningarlýsingar. Um ýmis lögfræðileg álitaefni sem vakna við gerð áreiðanleikakannana og þýðingu þeirra má vísa til skýrslu frá 35. norræna lögfræðingamótinu í Oslól999, bls. 151-182. 24 Má hér t.d. nefna dóm í svokölluðu Bilex máli, H 1993 1653, en í því máli vom stjómendur hlutafélags taldir persónulega ábyrgir fyrir skuldbindingum sem þeir stofnuðu til í nafni félagsins. Ábyrgðin var lögð á þá með þeim röksemdum að skuldbindingin rúmaðist ekki innan tilgangs félagsins, þeir höfðu vanrækt gerð ársreikninga og hluthafa- og stjómarfundir voru ekki haldnir í félaginu um skeið. Þá má hér einnig nefna dóm í máli Pharmaco hf. á hendur íslenska ríkinu, H 1995 2328, en í því máli leiddi vanræksla á tilkynningu til hlutafélagaskrár um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa til þess að félagið gat ekki nýtt sér skattalegt hagræði vegna arðgreiðslna. 239
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.