Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 47
talið að ákvæðið feli ekki í sér sjálfstætt skilyrði að öðru leyti en því að uppfyllt séu önnur skilyrði laga og reglna fyrir skráningu. Þá er talið að í skilyrðinu kunni að felast tilvísun í að líklegt sé að markaður sé fyrir kaup og sölu verð- bréfanna í umtalsverðum mæli.29 8.1.3 Engar viðskiptahömlur mega hvíla á verðbréfum Reglur KI nr. 2 gera það að skilyrði að viðskipti með verðbréfin skuli vera án takmarkana eins og segir í 3. gr. reglnanna. Sams konar ákvæði er að finna íl.tl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 434/1999. Markmiðið með þessari reglu er að tryggja hindrunarlaus viðskipti með verðbréf sem skráð eru í kauphöll og dreif- ingu þeirra, sbr. 2. tl. 1. mgr. 17. gr. khl. Stjórn kauphallar er skv. sama ákvæði heimilt að veita undanþágu frá þessu skilyrði ef hömlumar trufla ekki viðskipti með bréfin á neinn hátt. Þetta skilyrði þýðir nánar að verðbréfin verða að vera framseljanleg og að ekki megi hvrla neinar viðskiptahömlur á þeim eins og bann við sölu eða for- kaupsréttur. Samkvæmt 21 .-23. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 er heimilt að setja viðskiptahömlur af þessu tagi á hlutabréf. Viðskiptahömlur af þessu tagi eru mjög algengar í hlutafélögum. Hlutafélag sem óskar eftir skráningu verðbréfa verður samkvæmt þessu að fella úr gildi öll ákvæði í samþykktum félagsins um viðskiptahömlur á þeim flokki hlutabréfa sem það óskar eftir skráningu á. Hins vegar kemur ákvæðið ekki í veg fyrir að aðrir flokkar verðbréfa en þeir sem óskað er skráningar á séu háðir viðskiptahömlum.30 I ljósi þessa er athugunarefni hvort hluthöfum sé heimilt með samningum sín á milli eða í samningi hluthafa við þriðja mann (t.d. lánastofnun) að veita forkaupsrétt að þeim hlutum sem hluthafinn á eða eftir atvikum undirgangast kvöð um að selja ekki hluti nema með samþykki annars aðila. Þess háttar samn- ingar kunna að leiða til sömu niðurstöðu og almennar viðskiptahömlur, þ.e. að takmarka umsetningu viðskipta og dreifingu. Hins vegar ber að líta til þess að hluthafar kunna að hafa ríka hagsmuni af því að semja um ákvæði af þessum toga, t.d. í tengslum við lánveitingar til þess að fjármagna hlutafjárkaup eða vegna samstarfs við aðra aðila um kaup á hlutum í félagi til þess að tryggja ákveðin áhrif á stjómun þess. Samningar milli aðila hafa ekki áhrif gagnvart öðrum eða á viðskiptahæfi bréfanna að öðru leyti. Því verður að telja að samn- ingar milli hluthafa af þessu tagi séu heimilir. Skilyrði í reglu KÍ um bann við viðskiptahömlum lýtur eingöngu að útgefandanum sem sækir um skráningu.31 Kauphöll hefur ekki heimildir til að þvinga fjárfesta til þess að afsala sér samningsfrelsi af þessum toga. Til þess að banna slíka samninga þyrfti að koma til skýrt lagaákvæði. 29 Sjá Andersen og Clausen: B0rsretten, bls. 156 og Peer Schumburg-MúIIer og Erik Bruun Hansen: Dansk B0rsret, bls. 150. 30 Sjá Erik Werlauff: B0rs- og kapitalmarkedsret, bls. 157. 31 Sjá Peer Schumburg-Muller og Erik Bruun Hansen: Dansk Bdrsret, bls. 152-153. 241
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.