Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 60

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 60
Þriðji flokkurinn tekur yfir ýmis tilvik, m.a. þegar um er að ræða litla við- bót (innan við 10%) við fyrri útgáfur skráðra verðbréfa, fyrir liggur ábyrgð ríkis eða sveitarfélags á skuldbindingum félags, útgáfa verðbréfa til starfsmanna o.fl. í fjórða flokkinn falla verðbréf sem þegar hafa verið skráð í kauphöll hjá öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu. Þrátt fyrir undanþáguna verður í þessu tilvikum að birta tilteknar upplýsingar um verðbréfin, sbr. C lið 4. tl. 1. gr. við- auka IV með reglugerð um opinbera skráningu verðbréfa. Fimmti og síðasti flokkurinn tekur til þess tilviks þegar um er að ræða skráningu hlutabréfa í félagi sem skráð hefur verið á skipulegum markaði á Islandi í a.m.k. tvö ár, sem viðurkenndur er af íslenskum yfirvöldum og nægjan- legar upplýsingar liggja fyrir um að mati kauphallar. 9.5.2 Heimildir til að takmarka efni skráningarlýsinga Samkvæmt II. kafla IV viðauka skráningarreglugerðarinnar er kauphöll heimilt að leyfa útgefanda verðbréfa að takmarka efni skráningarlýsinga við tiltekna þætti við nánar tilgreindar aðstæður. Á þetta einkum við í þeim tilvikum þegar verðbréfaflokkar frá útgefendum hafa þegar verið skráðir í kauphöll og um verðbréf frá fjármálastofnunum og reglubundnar verðbréfaútgáfur. 9.5.3 Skaðlegar upplýsingar Auk framangreindra heimilda til þess að veita undanþágu frá birtingu upplýsinga í skráningarlýsingu er kauphöll heimilt að veita undanþágu ef upp- lýsingarnar gætu talist skaðlegar fyrir útgefandann, sbr. 3. mgr. 17. gr. skrán- ingarreglugerðar nr. 434/1999. Sambærilegt ákvæði er að finna í 3. mgr. 27. gr. reglna KI nr. 2. Skilyrði fyrir undanþágu samkvæmt þessu ákvæði er að kaup- höll telji að skortur á þessum upplýsingum muni ekki skaða markaðinn. Ljóst er að þama togast á tvennir hagsmunir. Annars vegar hagsmunir fyrir- tækis af því að halda viðkvæmum upplýsingum um reksturinn, til dæmis um samkeppnisstöðu fyrirtækisins, samninga sem eru í deiglunni eða uppfinningar, og hins vegar það grunnsjónarmið að tryggja fljótt fullnægjandi upplýsingar fyrir fjárfesta um útgefanda. Gera má ráð fyrir að þessari undanþáguheimild verði ekki beitt nema í sérstökum tilvikum og þegar fyrir liggja sterk rök fyrir nauðsyn á að upplýsingum sé haldið leyndum. 10. SAMÞYKKI SKRÁNINGARLÝSINGAR, UMSÓKN OG BIRTING Áður var þess getið að kauphöll þarf að samþykkja umsókn um skráningu, en umsókninni fylgir skráningarlýsingin. I 11. gr. reglna KI nr. 2 eru tilgreindar þær upplýsingar sem koma þurfa fram í umsókn um skráningu. Ekki er um að ræða miklar upplýsingar enda koma allar þýðingarmestu upplýsingamar fram í skráningarlýsingunni. Umsóknin skal undirrituð af stjórn félagsins. Þá er mælt fyrir um það í 12. gr. reglnanna hvaða upplýsingar eiga að fylgja umsókn. Auk skráningarlýsingar ber að leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins fyrir 254
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.