Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 62
nálgast hana. Þá er eðlilegt að gera þá kröfu til slíkra auglýsinga að þar sé tekið fram að þær einar og sér geti ekki verið grundvöllur að mati á verðbréfunum heldur þurfi fjárfestar að kynna sér skráningarlýsinguna.48 Þá er sett sú regla í 4. mgr. 19. gr. reglugerðar nr. 434/1999 og 4. mgr. 29. gr. reglna KI nr. 2 að öll önnur gögn, t.d. auglýsingar, bæklingar eða bréf, sem útgefandi eða annar á hans vegum hefur gefið út vegna skráningarinnar, beri að senda kauphöllinni. Þessi gögn verða með sama hætti og auglýsingar í dagblöð- um að bera með sér hvar unnt sé að nálgast skráningarlýsinguna. Þá er tekið fram í ákvæðinu að í þessum gögnum megi ekki felast neinn áróður eða hvatn- ing til þess að almenningur kaupi verðbréf útgefandans. Með þessu ákvæði er útgefendum settar þröngar skorður um kynningar á skráningu verðbréfa og eftir atvikum útboði þeirra. Er þetta í samræmi við það meginsjónarmið að skrán- ingarlýsingin, sem á að vera hlutlæg og uppfylla sérstakar kröfur, eigi að vera nægjanlegur grundvöllur til að kynna verðbréfin. Ekki er heimilt að auglýsa skráningu verðbréfa með þeim hætti sem almennt tíðkast með aðrar vörur, svo sem notaða bíla eða megrunarkúra í sjónvarpsmarkaði. Markmiðið er að draga ekki athygli frá skráningarlýsingunni með auglýsingum og kynningarefni.49 Af þessu leiðir að útgefendur verða að fara varlega í óbeinum auglýsingum, svo sem almennum auglýsingum um vörur eða þjónustu félags og blaðaviðtölum urn útboðið og starfsemi félagins að öðru leyti. Ef í slíkum gögnum felst hvatn- ing til almennings um að kaupa verðbréf væri það brot á reglunum. 11. GAGNKVÆM VIÐURKENNING SKRÁNINGARLÝSINGA Samkvæmt 22. gr. skráningarreglugerðar nr. 434/1999 er kauphöllum heim- ilt að viðurkenna skráningarlýsingar sem samþykktar hafa verið af lögbærum yfirvöldum á Evrópska efnahagssvæðinu. Skilyrði þessa er að samþykkt skrán- ingarlýsingarinnar hjá hinni erlendu kauphöll sé ekki eldri en þriggja mánaða. I 38. gr. kauphallatilskipunar nr. 2001/34/EC er mælt fyrir um skyldu aðildar- ríkja til þess að viðurkenna skráningarlýsingar sem lögbær yfirvöld í öðrum aðildarríkjum hafa samþykkt. Orðalag 22. gr. reglugerðarinnar gengur of skammt þar sem hún mælir einungis fyrir um heimild til viðurkenningar en ekki skyldu. Er þetta brot á skyldum íslenska ríkisins samkvæmt ákvæðunt EES-samnings- ins um að innleiða efni tilskipananna á þessu sviði, sbr. lög nr. 2/1993, sbr. og 7. gr. Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. 48 Sjá Erik Werlauff: B0rs- og kapitalmarkedsret, bls. 179. 49 Til upplýsingar má geta þess hér að í bandarískum rétti er lögð rík áhersla á að félög sem eru að undirbúa skráningu stundi ekki óbeinar auglýsingar á útboðinu með fréttatilkynningum eða viðtölum. Mismunandi reglur gilda um heimildir bandarískra félaga til að veita upplýsingar eftir því hvenær á skráningarferlinu upplýsingar eru veittar. Reglumar flokkast eftir tímabilum í „pre- filing period", „waiting period" og „post effective period". Megináherslan er á að skriflegar upplýs- ingar um tilboð um sölu á hlutafé séu ekki veittar nema í formi skráningarlýsingar. Nánari útlistun á þeim reglum sem gilda á mismunandi tímabilum er finna hjá Hazcn: The Law of Securities Regulation, bls. 78-106. 256
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.