Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 64
Ef stjórn kauphallar ákveður að fella niður skráningu verðbréfa getur hlutað- eigandi útgefandi skotið þeirri ákvörðun til ráðherra til endurskoðunar, sbr. 2. mgr. 13. gr. khl. I kauphallalögunum er hins vegar ekki gert ráð fyrir slíku málskoti þegar um tímabundna stöðvun er að ræða. Tekið er fram í framan- greindu ákvæði að um málsmeðferð og kærur gildi ákvæði stjómsýslulaga. 14. ÁBYRGÐ Á GERÐ OG EFNI SKRÁNINGARLÝSINGA 14.1 Inngangur Áður er þess getið að markmiðið með útgáfu skráningarlýsingar sé að tryggja að fjárfestar geti, með því að lesa skráningarlýsinguna, gert sér grein fyrir þeim atriðum sem skipta máli við mat á verðmæti verðbréfanna sem verið er að skrá. Mjög mikilvægt er því að efni skráningarlýsingar byggist á traustum grunni og hafi að geyma réttar og fullnægjandi upplýsingar. I 2. ntgr. 21. gr. kauphalla- tilskipunarinnar nr. 2001/34/EC er að finna ákvæði um að aðildarríki skuli setja reglur uni skyldu þeirra sem bera ábyrgð á skráningarlýsingunt til að setja frant tilteknar upplýsingar í skráningarlýsinguna. Til að ná fram þessu markmiði hafa verið settar reglur í 18. gr. skráningar- reglugerðar nr. 434/1999 um það hverjir beri ábyrgð á efni skráningarlýsingar. Því sem næst samhljóða ákvæði er að finna í 28. gr. reglna KI nr. 2. Samkvæmt reglunum hvílir ábyrgð á efni skráningarlýsingar fyrst og fremst á stjóm útgef- anda, en henni ber að tryggja að skilyrði reglugerðarinnar um gerð og efni skrán- ingarlýsinga sé uppfyllt. Þessi nteginábyrgð sem lögð er á stjórn félags er þýð- ingarmikil þegar skoðað er hvert tjónþolar geta beint kröfum sínum og á hverj- um endanleg ábyrgð muni hvíla. Verður vikið að því álitaefni síðar í þessari umfjöllun. I 2.-4. mgr. 18. gr. reglugerðarinnar er lögð skylda á tiltekna aðila að gefa út yfirlýsingar um efni skráningarlýsingar að viðlagðri bótaábyrgð. Þeir aðilar sem ákvæðið leggur skyldurnar á er stjórn félags, umsjónaraðili útboðs og endur- skoðandi. Þá getur útgefandi verðbréfa ákveðið að fá aðra sérfræðinga en til- greindir eru í ákvæðinu til þess að aðstoða við gerð skráningarlýsinga, eins og t.d. lögmann eða sérfræðing á tilteknu atvinnusviði, til að leggja mat á tiltekin atriði hjá félaginu. Ástæður bótaábyrgðar geta annars vegar verið vegna þess að rangar, villandi eða ónákvæmar upplýsingar komi fram í skráningarlýsingu og hins vegar að mikilvægum upplýsingunt um starfsemi félagsins er sleppt í henni. Tjónið verður til með því að verðmæti verðbréfanna sem seld eru er minna en fjárfestir má gera ráð fyrir samkvæmt upplýsingum í skráningarlýsingu þegar hann keypti bréfin. Miðað við þær miklu verðbreytingar sem geta orðið á verðbréfum þegar til- teknar upplýsingar eru kynntar er ljóst að veruleg ábyrgð er lögð á viðkomandi aðila. Tjónþolinn þarf að sanna að upplýsingarnar í skráningarlýsingunni séu rangar eða villandi. Sem dæmi um tilvik þar sem reyndi á sönnun þess hvort rangar eða villandi upplýsingar hafi legið fyrir við útboð má nefna þrjá danska dóma. 258
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.