Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 68
geti sjálfir unnið þá vinnu sem nauðsynleg er til þess að útbúa skráningar-
lýsingu fyrir félagið. Ljóst er að stjómarmenn verða í mjög mikilvægum atrið-
um að reiða sig á upplýsingar frá framkvæmdastjóra, öðrum starfsmönnum og
sérfræðingum sem starfa fyrir félagið. I nútíma þjóðfélagi eru reglur sem gilda
um starfsemi fyrirtækja mjög flóknar. Margvíslegar áhættur fyrir starfsemi
atvinnufyrirtækis leynast í því umhverfi sem fyrirtækið starfar í. Þá eru
samningar sem félög gera oft mjög yfírgripsmiklir og þarf oft sérfræðiþekkingu
til þess að átta sig á þeim réttindum og skyldum sem þeim fylgja. Þótt aðstaðan
sé sú að stjómarmenn geti sjálfir tæpast uppfyllt þær lagaskyldur sem á þeim
hvíla að þessu leyti, geta þeir hins vegar ekki undanskilið sig ábyrgð á þeim
skyldum sem þeim eru lagðar á herðar.
Til þess að takmarka áhættuna af því að mistök við upplýsingaskyldu stjórn-
armanna leiði til ábyrgðar er mjög mikilvægt að vandað sé til skráningar-
lýsingar. Víða erlendis gera kauphallir þær kröfur að í tengslum við gerð skrán-
ingarlýsingar skuli fara fram áreiðanleikakönnun (due diligence review í
Bandaríkjunum — verifikation procedure í Danmörku) á útgefandanum.60
Markmiðið með áreiðanleikakönnunum í þessum tilvikum er að staðreyna hvort
þær upplýsingar sem koma fram í skráningarlýsingunni séu fullnægjandi og
efnislega réttar. Sérstök áhersla er lögð á að ganga úr skugga um að áhættu-
þættir í starfsemi félagsins séu skýrlega tilgreindir í skráningarlýsingunni.
Kannanir þessar geta skipst upp í nokkra þætti, t.d. lögfræðilegan, fjármála-
legan, markaðslegan og tæknilegan, allt eftir því um hvers konar fyrirtæki er
að ræða. Erlendis er reglan sú að fá utanaðkomandi aðila til að framkvæma
þessar úttektir.
Bótaábyrgð stjórnarmanna félags byggir á sakarreglu og hafa sumir fræði-
menn gengið svo langt að fella ábyrgðina undir sérfræðingaábyrgð með tilheyr-
andi ströngu sakarmati.61 Deila má um það hvort ábyrgð stjórnarmanna teljist
til sérfræðingaábyrgðar. Það er ekki hæfisskilyrði skv. hlutafélagalögum nr.
2/1995 að stjórnarmenn séu sérfræðingar á tilteknum sviðum. í stjómir hluta-
félaga geta valist menn með mjög mismunandi menntun og reynslu. Til dæmis
er það sjónarmið, sem er lagaskylda í þýskri hlutafélagalöggjöf,62 að rétt sé að
hafa fulltrúa starfsmanna í stjórnum hlutafélaga. Þá getur eigandi stórs hluta í
félagi verið reynslulítill og ómenntaður á viðkomandi sviði. Samkvæmt þessu
er ekki unnt að fella ábyrgð stjómarmanna undir sérfræðingaábyrgð. Hins vegar
60 Sjá Erik Werlauff: B0rs- og kapitalmarkedsret, bls. 173-177. Rétt er að taka fram að „due
diligence review" eins og tíðkast að framkvæma í Bandaríkjunum er mun umfangsmeiri og
kostnaðarsamari en það sem hefur verið nefnt „verifikation procedure" í Danmörku. Markmiðið
með hvoru tveggja er hins vegar það sama.
61 Peter Lodrup: Lærebok í erstatningsrett, bls. 280. Um bótaábyrgð stjómarmanna í hluta-
félögum er fjallað í 134. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Það ákvæði á hins vegar skv. orðanna
hljóðan eingöngu við um ábyrgð gagnvart félaginu sjálfu svo og hluthöfum og öðrum þegar um er
að ræða brot á hlutafélagalögum eða samþykktum félags.
62 Sjá Götz Hueck: Gesellschaftsrecht, bls. 222-226.
262