Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 68

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 68
geti sjálfir unnið þá vinnu sem nauðsynleg er til þess að útbúa skráningar- lýsingu fyrir félagið. Ljóst er að stjómarmenn verða í mjög mikilvægum atrið- um að reiða sig á upplýsingar frá framkvæmdastjóra, öðrum starfsmönnum og sérfræðingum sem starfa fyrir félagið. I nútíma þjóðfélagi eru reglur sem gilda um starfsemi fyrirtækja mjög flóknar. Margvíslegar áhættur fyrir starfsemi atvinnufyrirtækis leynast í því umhverfi sem fyrirtækið starfar í. Þá eru samningar sem félög gera oft mjög yfírgripsmiklir og þarf oft sérfræðiþekkingu til þess að átta sig á þeim réttindum og skyldum sem þeim fylgja. Þótt aðstaðan sé sú að stjómarmenn geti sjálfir tæpast uppfyllt þær lagaskyldur sem á þeim hvíla að þessu leyti, geta þeir hins vegar ekki undanskilið sig ábyrgð á þeim skyldum sem þeim eru lagðar á herðar. Til þess að takmarka áhættuna af því að mistök við upplýsingaskyldu stjórn- armanna leiði til ábyrgðar er mjög mikilvægt að vandað sé til skráningar- lýsingar. Víða erlendis gera kauphallir þær kröfur að í tengslum við gerð skrán- ingarlýsingar skuli fara fram áreiðanleikakönnun (due diligence review í Bandaríkjunum — verifikation procedure í Danmörku) á útgefandanum.60 Markmiðið með áreiðanleikakönnunum í þessum tilvikum er að staðreyna hvort þær upplýsingar sem koma fram í skráningarlýsingunni séu fullnægjandi og efnislega réttar. Sérstök áhersla er lögð á að ganga úr skugga um að áhættu- þættir í starfsemi félagsins séu skýrlega tilgreindir í skráningarlýsingunni. Kannanir þessar geta skipst upp í nokkra þætti, t.d. lögfræðilegan, fjármála- legan, markaðslegan og tæknilegan, allt eftir því um hvers konar fyrirtæki er að ræða. Erlendis er reglan sú að fá utanaðkomandi aðila til að framkvæma þessar úttektir. Bótaábyrgð stjórnarmanna félags byggir á sakarreglu og hafa sumir fræði- menn gengið svo langt að fella ábyrgðina undir sérfræðingaábyrgð með tilheyr- andi ströngu sakarmati.61 Deila má um það hvort ábyrgð stjórnarmanna teljist til sérfræðingaábyrgðar. Það er ekki hæfisskilyrði skv. hlutafélagalögum nr. 2/1995 að stjórnarmenn séu sérfræðingar á tilteknum sviðum. í stjómir hluta- félaga geta valist menn með mjög mismunandi menntun og reynslu. Til dæmis er það sjónarmið, sem er lagaskylda í þýskri hlutafélagalöggjöf,62 að rétt sé að hafa fulltrúa starfsmanna í stjórnum hlutafélaga. Þá getur eigandi stórs hluta í félagi verið reynslulítill og ómenntaður á viðkomandi sviði. Samkvæmt þessu er ekki unnt að fella ábyrgð stjómarmanna undir sérfræðingaábyrgð. Hins vegar 60 Sjá Erik Werlauff: B0rs- og kapitalmarkedsret, bls. 173-177. Rétt er að taka fram að „due diligence review" eins og tíðkast að framkvæma í Bandaríkjunum er mun umfangsmeiri og kostnaðarsamari en það sem hefur verið nefnt „verifikation procedure" í Danmörku. Markmiðið með hvoru tveggja er hins vegar það sama. 61 Peter Lodrup: Lærebok í erstatningsrett, bls. 280. Um bótaábyrgð stjómarmanna í hluta- félögum er fjallað í 134. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Það ákvæði á hins vegar skv. orðanna hljóðan eingöngu við um ábyrgð gagnvart félaginu sjálfu svo og hluthöfum og öðrum þegar um er að ræða brot á hlutafélagalögum eða samþykktum félags. 62 Sjá Götz Hueck: Gesellschaftsrecht, bls. 222-226. 262
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.