Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 69
er ljóst að vegna þeirra miklu hagsmuna sem eru í húfi verða gerðar ríkar kröfur
til stjómarmanna um að þeir sýni aðgæslu og skoði málin í þaula.
Meginreglan er sú að háttsemi allra stjómarmanna er metin út frá sama mæli-
kvarða. Sú skoðun hefur þó verið sett fram að til stjómarmanna, sem em sérfræð-
ingar á því sviði sem er til umfjöllunar hverju sinni, verði gerðar ríkari kröfur.
Samkvæmt þessu sjónarmiði þarf háttsemi hvers stjórnarmanns að skoðast sjálf-
stætt eftir atvikum hverju sinni. Ekki verður gerð sú krafa til læknis sem situr í
stjóm félags að hann geti metið flókin lögfræðileg álitaefni samkvæmt einhverj-
um samningi sem félagið hefur gert. Ef hins vegar liggja fyrir upplýsingar um að
samningur félags við stóran viðskiptamann væri í uppnámi vegna vanefnda, og
lækninum væri kunnugt um þær upplýsingar, bæri honum að ganga úr skugga
um að upplýsingar um þessa áhættu rötuðu í skráningarlýsinguna. Ekki verða
heldur gerðar kröfur til þess að almennur launþegi sem situr í stjóm geti lagt mat
á hvort fjárhagslegar upplýsingar sem birtast í ársreikningum og árshlutareikn-
ingum félags gefi almennt tilefni til athugasemda í skráningarlýsingu, nema um
væri að ræða atriði eins og stórfellt tap á rekstri eða álíka almennar upplýsingar
sem öllum á að vera ljóst að hafi þýðingu fyrir fjárfesta. Fara verður varlega í að
beita mismunandi sakarmati hjá stjórnannönnum. Líklegt er að því verði al-
mennt ekki beitt nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi, t.d. þegar stjórnar-
manni, sem er lögfræðingur, hefur að jafnaði verið falið að skoða sérstaklega þau
lögfræðilegu álitaefni sem upp hafa komið.63
Þrátt fyrir þessa mismunandi aðstöðu stjómarmanna, og þar af leiðandi mis-
munandi sakarmat, er ljóst að á þeim hvíla ríkar skyldur skv. 18. gr. skráningar-
reglugerðar nr. 434/1999 og öðrum reglum um starfsemi félaga. Þótt almennt
verð ekki lögð sérfræðingaábyrgð á stjómarmenn má telja líklegt að rrkar kröfur
verði gerðar til háttsemi þeirra og að þeir verði að sýna mikla aðgæslu þar sem
um mikla hagsmuni er að ræða. Við mat á háttseminni verður miðað við það
sem í Danmörku hefur verið nefnt „god prospektskik“ og tekur mið af því hvemig
tíðkanlegt er að gera skráningarlýsingar úr garði, eða með öðmm orðum hvemig
63 Nánari umfjöllun um mismunandi sakarmat stjómarmanna er að finna hjá Stefáni Má
Stefánssyni: Hlutafélög og einkahlutafélög, bls. 364 og Soren Friis Hansen og Jens Valdemar
Krenchel: Lærebog i selskapsret II, bls. 395. Sem dæmi um strangar kröfur sem gerðar eru til
almennra stjómarmanna má benda á H 1991 206 í máli sem Glitnir höfðaði gegn stjómarmönnum
í félagi sem hafði afsalað aflahlutdeild sem fylgdi báti sem Glitnir var með veð í. Samkvæmt lögum
var óheimilt að framselja aflahlutdeild frá báti nema með samþykki veðhafa. f málinu kom í ljós
að í veðbókarvottorði sem gefið var út í tengslum við framsal láðist sýslumanni að geta um
veðréttinn og því fékkst samþykki Fiskistofu fyrir framsalinu. í málinu lá fyrir að hinir stefndu
stjómarmenn, sem voru böm þriðja stjómarmannsins og framkvæmdastjóra félagsins og eigendur
hlutafjár í félaginu, höfðu ekkert kynnt sér málið og lýstu því yfir að þau hefðu ekki vitað hvað þau
voru að skrifa undir. Margdæmt er að athafnaleysi leysir stjómarmenn ekki undan ábyrgð. Það sem
er hins vegar athyglisvert við dóminn er að reglur um framsal aflahlutdeilda eru ekki á valdi hvers
manns. Reglumar hafa verið að breytást í gegnum tíðina og því ekki gefið að stjómarmenn eigi að
bera ábyrgð. í dómi Hæstaréttar er því slegið föstu að stjómarmenn eigi að kunna skil á þeim
reglum sem gilda um starfsemi félagsins.
263