Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 71

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 71
skráningarlýsingunni. Umsjónaraðilinn var dæmdur bótaskyldur í héraði en sýkn- aður af Hæstarétti.64 Abyrgð þessara aðila gagnvart fjárfestum byggist á sérfræðiábyrgð eða upp- lýsingaábyrgð. Sakarmatið er, eins og áður er rakið, strangt í þessum tilvikum. Dómaframkvæmd á Islandi sýnir að gerðar eru jafnvel enn ríkari kröfur til fjármálastofnana um að þær sýni af sér vönduð vinnubrögð.65 Rökin fyrir því eru þau að þær eru að fjalla um flókin viðskipti, mikla hagmuni fólks og oft á tíðum fjárhagslega velferð þess. Verkefni af þessum toga, gerð skráningarlýs- inga og útboð verðbréfa, er á sérfræðisviði þessara aðila. Kröfur sem gerðar eru til fjármálastofnana sem umsjónaraðila eru samkvæmt því sem að framan er rakið talsvert meiri en þær kröfur sem gerðar verða til stjómarmanna og jafnvel annarra sérfræðinga. A.m.k. nær ábyrgð umsjónaraðilans til allra þátta í skrán- ingarlýsingunni andstætt því sem myndi gilda um aðra sérfræðinga. Athyglisverður dómur var kveðinn upp á árinu 2000 í Hæstarétti Danmerkur í svonefndu Commercial Holding International A/S máli.66 I málinu var banki sem annaðist útboðið talinn bótaábyrgur gagnvart fjárfesti sem keypt hafði hlut í félaginu. U.þ.b. sex árum eftir að útboðið átti sér stað urðu bréf í félaginu verðlaus. Við skoðun að liðnum þeim tíma kom í ljós að umsjónarbankinn hafði sent tilkynningu til kauphallar um að umframáskrift hafi fengist að hlutafé í útboðinu sem næmi 11%. Yfirlýsingin var ekki rétt því þegar útboðstímanum lauk hafði ekki fengist full áskrift í útboðinu. Daginn eftir að útboðinu lauk hafði félag sem tengdist stjómarmönnum skráð sig fyrir verulegum hluta af hlutafé í félaginu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að yfirlýsingin hefði verið röng og til þess fallin að hafa áhrif á ákvarðanir fjárfesta um kaup og sölu. Þá er dómurinn einnig athyglisverður fyrir þau sjónarmið sem stuðst er við í bótaákvörðuninni og verða nánar reifuð síðar. 14.3.3 Endurskoðendur félags Þriðji flokkur aðila sem ber að gefa yfirlýsingu um efni skráningarlýsinga eru endurskoðendur félaga sem óska skráningar á verðbréfum, sbr. 4. mgr. 18. gr. skráningarreglugerðar nr. 434/1999 um opinbera skráningu verðbréfa. Sam- kvæmt ákvæðinu lúta skyldur endurskoðanda að því að hann hafi endurskoðað ársreikninga útgefanda, milliuppgjör og/eða forsendur rekstraráœtlunar, efvið á, sem hirt eru í skráningarlýsingu og að upplýsingar í skráningarlýsingunni er 64 Sjá hér dóm Hæstaréttar Danmerkur í máli nr. 479/1999 sem kveðinn var upp þann 28. júní 2002. Upplýsingar um dóminn er að finna á heimasíðu réttarins http://www.hoejesteret.dk. Dómur undiréttar (S0- og Handelsret) er frá 2. september 1999 í sameinuðum málum H-0003-97 og H- 0069-97 (FDE 1999:1766). 65 Sjá hér t.d. H 1993 2338 í máli sem snéri að Alþýðubankanum (síðar íslandsbanka hf.) og H 1994 1117 í máli gegn Kaupþingi hf. 66 Sjá hér dóm Hæstaréttar Danmerkur í máli nr. 425/1998 sem kveðinn var upp þann 6. júlí 2002. Upplýsingar um dóminn er að finna á heimasíðu réttarins http://www.hoejesteret.dk. Dóm S0- og Handelsret í öðru máli vegna sama útboðs er að finna í UfR 2000:920 SHD. Finn Holm-J0rgensen gegn BG Bank A/S. 265
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.