Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 77

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 77
vegar sérstæð og fellur ekki vel að hefðbundnum kenningum skaðabótaréttar utan samninga. I raun byggist ábyrgð stjómvalda á réttarbroti, þ.e. broti á skyldu sem hvílir á stjórnvaldinu. Aherslan á það hvort einhver hafi sýnt af sér sök skiptir því ekki eins miklu máli við ákvörðun ábyrgðar á þessu. í samræmi við það sem að framan greinir og sérstaklega það að kauphallir hafa einnig einkaréttarlega stöðu verður að telja að bótaskylda kauphalla verði almennt metin eftir svipuðum sjónarmiðum og gilda um einkaaðila. Um þá þætti í starfsemi kauphalla sem lúta að stjómsýsluhlutverki gilda reglur um ábyrgð opinberra aðila. 14.4 Orsakatengsl Eitt af þeim álitaefnum sem vakna við skoðun á bótaábyrgð á tjóni vegna ófullnægjandi skráningarlýsinga er að sýna fram á orsakatengsl á milli rangra eða ófullnægjandi upplýsinga og tjóns sem fjárfestir verður fyrir vegna þess að verð hlutabréfa hafi lækkað. Vandamálin sem geta skapast hér lúta ekki að almennum skilyrðum fyrir því að orsakatengsl séu fyrir hendi. í samræmi við almennar kenningar um orsakatengsl verður að telja að sé orsök meðverkandi orsök að tjóni þá teljist aðili bera ábyrgð.74 Almennt yrði við það miðað að séu upplýsingar neikvæðar þá hafi þær neikvæð áhrif á verð bréfa og öfugt. Vanda- málin snúast annars vegar um það þegar um er að ræða tvær eða fleiri sjálf- stæðar orsakir fyrir verðbreytingu verðbréfa og hins vegar um sönnun þess að orsök hafi átt þátt í ákvörðun um viðskipti og verðbreytingu bréfs. Um fyrra atriðið er ekki sérstakt tilefni til að fjalla um hér og má vísa til almennra kenn- inga um orsakatengsl þegar fyrir hendi eru tvær eða fleiri tjónsorsakir.75 Hins vegar er tilefni til að skoða hér hvaða kröfur verða gerðar til sönnunar í þessum tilvikum. Aðstaðan í þessum málum getur verið nokkuð flókin. Þótt fyrir liggi sök, sem felst í því að upplýsingar vantar í skráningarlýsingu eða að upplýsingar í henni eru rangar, er oft mjög erfitt að fullyrða hvort sú staðreynd hafi leitt til þess að aðili hafi fjárfest í verðbréfum og verðmæti verðbréfanna hefði orðið hærra eða lægra en þau seldust á á grundvelli skráningarlýsingarinnar. Spum- ingin er hvort unnt sé að gera það að skilyrði fyrir bótaábyrgð að fjárfestirinn geti sýnt fram á að hann hafi reitt sig á þau atriði sem haldin eru þessum van- köntum þegar hann ákvað að fjárfesta í verðbréfinu eða hvort nægjanlegt sé að sýna fram á að rangar eða ófullnægjandi upplýsingar hafi verið fyrir hendi. Einnig er spuming hvort fjárfestirinn verði að sanna með óyggjandi hætti að hinar röngu upplýsingar hafi valdið lækkun verðbréfa. Báðar þessar spumingar lúta að sönnun orsakatengsla. 74 Um almennar kenningar um skilyrði orsakatengsla sjá Jóhannes Sigurðsson: „Orsakasamband • skaðabótarétti“. Úlfljótur. 2. tbl. 1990, bls. 96-102. 75 Um álitaefni sem geta komið upp vegna sjálfstæðra tjónsorsaka sjá Jóhannes Sigurðsson: "Orsakasamband í skaðabótarétti". Ulfljótur. 2. tbl. 1990, bls. 100 o.áfr. 271
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.