Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 80

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 80
Af niðurstöðu dómsins má ráða að til þess að staðreyna orsakatengsl verður að skilgreina hvaða þættir það eru sem hafa leitt til lækkunar á gengi hlutabréfa og hvort hinar röngu og villandi upplýsingar tengist þeim. I dóminum er byggt á því að meginorsakir fyrir tjóninu hafi verið upplýstar með fullnægjandi hætti. Ekki er nægjanlegt að einhverjar upplýsingar í skráningarlýsingu séu rangar heldur verður að vera orsakasamhengi á milli sakar og tjóns. Þá vaknar spuming um hversu lengi fjárfestir getur reitt sig á upplýsingar í skráningarlýsingu. Hugsa má tilvik þar sem fjárfestir kaupir hlutabréf u.þ.b. sex mánuðum eftir að skráningarlýsing er gefin út. Mánuði síðar kemur fram að í árshlutauppgjöri fyrirtækisins, sem birt var í skráningarlýsingunni, láðist að afskrifa háar kröfur á hendur gjaldþrota fyrirtæki. Við þessar upplýsingar lækkar verð bréfanna um tíu prósent. Spuming er hvort líta megi svo á að þessar röngu upplýsingar séu orsök tjónsins. Því lengri tími sem líður því minni mögu- leika hefur fjárfestir til að staðreyna orsakatengsl. I þessu sambandi verður einnig að hafa í huga að fræðimenn eru almennt sammála um að eingöngu svo- kallaðar nálægar orsakir (nálægar í tíma) geti talist grundvöllur að orsaka- tengslum. Það viðmið hefur verið sett fram að skoða verði hvort áhrifa skrán- ingarlýsingarinnar gæti enn á markaði þegar tilvik er metið. Sú skoðun hefur verið sett fram að séu 12 mánuðir liðnir frá birtingu verði a.m.k. ekki unnt að byggja á röngum upplýsingum í skráningarlýsingu.78 Það eru einnig rök fyrir takmörkun í tíma að verðbréfamarkaðir eru mjög lifandi og verð breytast frá degi til dags. 14.5 Sönnun tjóns Þótt fyrir liggi að skráningarlýsing hafi innihaldið villandi upplýsingar og unnt sé að sanna að orsakatengsl séu á milli hinna villandi upplýsinga og verð- breytinga á verðbréfum er ekki víst að fjárfestar geti fengið dæmdar bætur. Eitt meginskilyrða fyrir skaðabótum er að aðili geti sannað tjónið sem hann hefur orðið fyrir. Þau álitaefni sem upp koma um sönnun tjóns eru nátengd þeim sem upp koma við sönnun orsakatengsla. Alitaefnin sem geta komið upp við mat á tjóninu eru margþætt. Alkunna er að mjög margir þættir geta haft áhrif á verðbreytingar á verðbréfum. Upplýs- ingar um minnkandi tekjur hjá félagi eða sérstaka áhættu sem hefur skapast á viðskiptamörkuðum félags, t.d. vegna styrjaldar, hefur vitaskuld áhrif á verð verðbréfa. Þekkt er að verð hlutabréfa getur hæglega lækkað þótt félagið fylgi alfarið þeim áætlunum sem fyrri verðmöt hafa verið byggð á og að sömu vænt- ingar um framtíðarstarfsemi séu fyrir hendi. Takmarkað framboð af fjármunum til fjárfestinga á tilteknum sviðum, t.d. vegna bágs efnahagsástands í tilteknu landi, getur haft áhrif á verðmyndun á markaði. Ótti manna við almennt hrun verðbréfamarkaða getur lækkað verð. Miklar væntingar um velgengni tækni- fyrirtækja hafa oft leitt til verðhækkana vegna þess að margir eru tilbúnir að 78 Erik Werlauff: B0rs- og kapitalmarkedsret, bls. 184-185. 274
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.