Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 81

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 81
fjárfesta á þeim vettvangi. Að sama skapi hafa orðið miklar verðlækkanir á verðbréfum í fyrirtækjum á tæknisviði þegar í ljós hefur komið að tekjumyndun hjá fyrirtækjunum varð ekki eins ör og fjárfestar höfðu væntingar um. Þá geta aðgerðir stjómvalda haft mikil áhrif á verðbreytingar t.d. ef skattaálögur fyrir- tækja breytast eða opnað er fyrir fjáifestingar erlendra aðila í viðkomandi atvinnu- grein. Opinber umfjöllun um fyrirtæki getur einnig haft veraleg áhrif, jafnvel þótt rekstarforsendumar séu þær sömu og áður. Þótt margir fjárfestar byggi fjár- festingar sínar á ítarlegum greiningum á reikningum félaga hafa væntingar um framtíðarmöguleika fyrirtækja og jákvæð umfjöllun um fyrirtæki í tjölmiðlum áhrif á fjölmarga fjárfesta. Ótal fleiri atriði hafa áhrif á verðmyndun hlutabréfa sem of langt mál yrði að telja upp hér. Þar sem svo margir þættir geta haft áhrif á verðbreytingar verðbréfa getur orðið erfitt fyrir fjárfesti að sanna að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna villandi upplýsinga í skráningarlýsingu. Til þess að átta sig betur á því hvemig tap fjárfestis getur borið að og hvemig álitaefni koma upp er rétt að skoða nokkur tilvik. I fyrsta lagi getur staðan verið sú að fjárfestir kaupir hlutabréf í útboði í tengslum við skráningu þeirra. í útboðslýsinguna skortir t.d. upplýsingar um að mikilvægum viðskiptasamningi hafi verið sagt upp. Þegar upplýsingarnar koma fram lækkar verð bréfanna um tiltekna prósentu. Ef þessi atvik liggja fyrir er ekkert vandamál til staðar um sönnun tjóns. í öðru lagi getur aðstaðan verið sú að hluthafi sem átti hlutabréf í viðkom- andi félagi fyrir skráningu ákveður að selja ekki þar sem hann gerði ráð fyrir að verð bréfanna myndi hækka enn frekar eftir skráningu. I þessu tilviki vandast málið. Aðilinn átti hlut í verðminna fyrirtæki ef réttar upplýsingar hefðu legið á borðum. Hugsanlegt er þó að halda því fram að hefðu upplýsingar um þessa áhættu verið í skráningarlýsingunni þá hefði verðlækkun bréfanna ekki orðið eins mikil. Tjónþolinn gæti haldið því fram að hann myndi hafa selt ef hann hefði haft upplýsingar um uppsögnina og þannig getað takmarkað tjón sitt. í því tilviki hefði annar aðili keypt á of háu verði og tjónið þannig flust frá einum aðila til annars. Ljóst er að í þessu tilviki er staðan mjög erfið og gæti tæpast komið til bótaskyldu nema atvik málsins gæfu sterkar vísbendingar um að full- yrðingar fjárfestis um að hann hefði selt, og að hann hefði getað selt á hærra verði, stæðust. í þriðja lagi er rétt að skoða tilvik þar sem fjárfestir kaupir hlutabréf u.þ.b. sex mánuðum eftir að skráningarlýsing er gefin út. Mánuði síðar kemur fram að í árshlutauppgjöri fyrirtækisins sem birt var í skráningarlýsingunni láðist að afskrifa háar kröfur á hendur gjaldþrota fyrirtæki. A svipuðum tíma gefur Seðlabankinn út tilkynningu um vaxtahækkun. Til þess að gera málið ennþá flóknar er rétt að gera ráð fyrir því að úrvalsvísitala hlutabréfa hafi lækkað um 15% á þessum sex mánuðum. Fyrirtækið sem um ræðir sé hins vegar í tækni- geiranum og verð á hlutabréfum á því sviði hafi jafnvel lækkað enn meira og mjög mismunandi eftir fyrirtækjum. Ljóst er að menn standa frammi fyrir nokkrum vanda við ákvörðun þegar atvik era með þessum hætti. Ein leiðin er 275
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.