Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 84

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 84
skiptum. Reglunum er fyrst og fremst ætlað að tryggja að fullnægjandi upp- lýsingar liggi fyrir um hin skráðu verðbréf og útgefanda þeirra til þess að fjárfestar eigi kost á að mynda sér skoðun á virði bréfanna. Til þess að ná þessu markmiði eru í lögunum settar reglur sem miða að því að staðla efni verð- bréfanna og einnig að setja starfsemi útgefenda ákveðinn ramma. Þessar kröfur, sem ná til margra þátta, eru gerðar að skilyrðum fyrir skráningu. Þá er sér- staklega mælt fyrir um það að við skráningu verðbréfa þurfi að liggja frammi skráningarlýsing til að tryggja fullnægjandi upplýsingar um verðbréfin og útgefandann. Annað grundvallaratriði er að tryggja jafnræði fjárfesta með því að upplýsingar séu aðgengilegar fjárfestum á sama tíma og jafnframt tryggt að fjárfestar fái aðgang að sambærilegum upplýsingum. Þriðja sjónarmiðið lýtur almennt að því að vernda hagsmuni fjárfesta með því að tryggja öryggi í við- skiptum m.a. með skráningu upplýsinga í öflug upplýsingakerfi. A undanförnum árum hefur verið mikil aukning á skráningu verðbréfa í Kauphöll íslands. Ástæðan er líklega sú að verðbréfamarkaðir hafa verið hag- stæðir útgefendum og almenn útþensla á sviði verðbréfaviðskipta. Við þær að- stæður var skráning verðbréfa í kauphöll talin ákjósanlegur kostur fyrir mörg fyrirtæki til þess að efla starfsemi sína. Síðustu misseri hafa verðbréfamarkaðir hins vegar verið í lægð. Við breyttar aðstæður á mörkuðum og endurmat á að- stæðum félaga er nú algengara að fyrirtæki óski afskráningar á verðbréfum í kauphöll. Oft er ástæðan yfirtaka eins eða fárra aðila á skráðu félagi. í um- fjölluninni er rakið hverjir eru helstu kostir og gallar þess að skrá verðbréf í kauphöll. Aðgangur að fjármagni, aukin verðmæti hluta og betri samkeppnis- staða eru helstu kostirnir. Gallarnir eru hins vegar kostnaðurinn, krefjandi skyldur um upplýsingagjöf og þrýstingur á skjóta arðsemi. Ástæða er fyrir þá aðila sem hyggjast skrá verðbréf í kauphöll að meta ítarlega kosti þess og galla og kanna sérstaklega hvort fyrirtækið sé fallið til skráningar. Nauðsynlegt er að horfa til framtíðar í þessum efnum. Áður er vikið að því að skilyrði fyrir skráningu verðbréfa eru fjölbreytileg. Skilyrði íslenskra laga eru almennt í takti við þær reglur sem settar hafa verið af Evrópusambandinu og lítið um strangari kröfur sem þó eru heimilar að þessu leyti. Almennt má segja að markmiðið með skilyrðunum sé að staðla efni verðbréfanna og gera þau þannig seljanlegri. Reynt er að ryðja sem flestum hindrunum á viðskiptum með bréfin úr vegi. Endanlegt mat á því hvort verðbréf eru tekin til skráningar liggur hjá viðkomandi kauphöll. Kauphöllin þarf að meta hvort opinber skráning verðbréfa þjóni hagsmunum fjárfesta og verð- bréfamarkaðarins. Við mat á þessu skilyrði verður fyrst og fremst horft til þess hvort lfklegt sé að veruleg viðskipti verði með bréfin og að sem best sé tryggt að sjónarmiðum um upplýsingaskyldu, jafnræði fjárfesta og öryggi í viðskipt- um verði fylgt. Þungamiðjan í upphaflegri skráningu verðbréfa er gerð skráningarlýsingar. Markmiðið með skráningarlýsingunni er að tryggja að fjárfestar fái í henni allar upplýsingar um útgefandann og verðbréfin sem nauðsynlegar eru til þess að 278
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.