Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 88
háttar nýmæli eru einnig oftast til þess fallin að vekja athygli í samfélagi lög-
lærðra manna víða um heim, einkum þó meðal þeirra, er láta sig varða saman-
burðarlögfræði og önnur fjölþjóðleg sjónarhom lögfræðinnar. A það vitaskuld
öðru fremur við, þegar stórþjóð, sem er og hefur lengi verið mjög í sviðsljósinu,
eignast vandaða borgaralögbók, sem ber með sér mikið fráhvarf frá eldri
réttarreglum, er voru alkunnar, a.m.k. í megindráttum, og höfðu á sinni tíð afar
mikil áhrif víða um heimsbyggðina.
Ur réttarsögu ýmissa Vestur-Evrópuþjóða eru dæmin um lögtöku nýrra og
gagnmerkra lögbóka mörg og alkunn, og nægir hér að nefna hinar frægu
borgaralögbækur Frakka, Þjóðverja og Svisslendinga, sem lengi hafa sætt mikl-
um rannsóknum og hafa haft umtalsverð áhrif utan heimalandanna, en margar
aðrar öndvegislögbækur mætti vissulega nefna. Meginreglan er nú sú meðal
allra ríkja á meginlandi Evrópu vestanverðu, að þar eru í gildi viðamiklar lög-
bækur á sviði einkamálaréttarins. Er stofn sumra þeirra nokkuð kominn til ára
sinna, en þær hafa þá sætt breytingum á áranna rás til samræmis við aðstæður
á hverjum tíma. Sem dæmi um nýlega lögbók vestur-evrópskrar grannþjóðar
okkar, sem þykir almennt gagnmerk og mjög vel heppnuð, er lögbók Hollend-
inga. Við samningu hennar, sem tók langan tíma, enda vel vandað til verka, var
m.a. í ríkurn mæli byggt á aðferðum samanburðarlögfræðinnar - og með góðum
árangri að flestra dómi. Nýjasta lögbók heims, a.m.k. meðal hinna stærri þjóða,
er borgaralögbók Rússa, sem öðlast hefur gildi í áföngum á síðustu árum, þriðji
hluti hennar 1. mars 2002. Má hún jafnframt teljast gagnmerk sökum efnis síns
og aðstæðna allra, svo sem brátt mun vikið nánar að.
Mörg þau ríki Austur-Evrópu, sem áður voru á áhrifasvæði Sovétríkjanna
(öðru nafni Ráðstjórnarríkjanna) og aðhylltust í megindráttum þær stjómmála-
kenningar, er þar voru ráðandi um áratuga skeið, hafa einnig sett sér borgara-
lögbækur á síðari árum, sem mjög eru sniðnar að vestrænni fyrirmynd og eiga
að hæfa nýjum aðstæðum um stjórnarfar og hagstjóm, þar sem m.a. er byggt á
ríkum kröfum til lýðræðis og frjáls markaðsbúskapar. Aður en ríki þessi komust
undir jámhæl Sovétmanna voru þar yfirleitt í gildi einkaréttarlögbækur, sem
misstu að verulegu leyti mátt sinn á áranna rás undir þeirri stjórnarstefnu, sem
þá var haldið uppi, en gátu um síðir þjónað sem fyrirmynd um efni nýrra lög-
bóka að því marki, sem ráðlegt þótti og aðstæður leyfðu.
Eftir upplausn Sovétríkjanna árið 1991 á hið sama við um lang flest þau ríki,
sem áður áttu aðild að því volduga sambandsríki, en urðu nú fullvalda í kjölfar
þeirra umskipta. Þau hafa sett sér nýjar borgaralögbækur, sem um sumt voru
samdar undir beinum áhrifum frá ýmsum lögbókum Vestur-Evrópuríkja og
annarra vestrænna fyrirmynda í löggjafarmálum, auk mjög sterkra efnistengsla
við rússnesku lögbókina nýju, sem brátt verður fjallað nánar um, en bera þó
einnig sérstakt svipmót, sem á sér aðrar og „þjóðlegar“ rætur. Þær lögbækur taka
einnig mið af hinu nýja umhverfi í stjómmálum og efnahagsmálum í hlutað-
eigandi ríkjum, þar sem sem mikil ólga ríkir þó víða enn á sviði löggjafarmála
og reglusetningar samfara ókyrrð í samfélagi og óvissu um framtíðarhorfur.
282