Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 91
takmörkuðum mæli. Sem skýrt dæmi um löggjöf af þessu tagi má nefna hegn-
ingarlögin frá 1845, sem byggðu að verulegu leyti á erlendum fyrirmyndum, og
hið sama má segja um frumvarp til nýrrar refsiréttarlögbókar frá 1903, er þótti
mjög fullkomið á fjölþjóðlegan mælikvarða, en var þó aðeins lögtekið að hluta til.
I upphafi tuttugustu aldar var farið að vinna að samningu viðamikillar einka-
réttarlögbókar í vestrænum stfl og var vandað mjög til þess verks. Fumvarp að
þeirri lögbók var nokkur ár í smíðum - í höndum ýmissa hinna færustu laga-
manna rfldsins - og höfuðfyrirmyndin var augljós: hin margrómaða þýska
borgaralögbók (Biirgerliches Gesetzbuch), sein gekk í gildi 1. janúar 1900.
Frumvarp að hinni nýju lögbók Rússa — sem almennt hlaut lofsamleg ummæli
meðal lagamanna, jafnt innlendra sem erlendra - var lagt fyrir rrkisþing þeirra
árið 1913, en skemmst er frá því að segja, að það varð ekki lögtekið. Má bæði
rekja það til þeirra áhrifa á rússneskt þjóð- og stjómmálalíf, sem fylgdu heims-
styrjöldinni fyrri, og valdatöku byltingarmanna undir forystu lögfræðingsins
Lenins árið 1917, en ljóst var að lögbókarfrumvarpið samrýmdist með engu móti
- heildstætt séð - hinu nýja þjóðstjómarfyrirkomulagi, sem komið var á undir
blaktandi rauðum fánum. Engu að síður var sumt úr þessu frumvarpi notað við
samningu hinnar fyrstu einkaréttarlögbókar Sovétríkjanna 1922 og einstakra
lagabálka frá síðari tímum, undir sama stjómarfari (þ.á m. vissra þátta í lög-
bókinni frá 1964), og enn má rekja ýmislegt í hinni nýju borgaralögbók Rússa,
sem brátt verður vikið nánar að, til þessa frumvarps frá upphafi 20. aldar. Þess
má einnig geta, að mörg þau fræðilegu hugtök, kerfun og kenningar, sem birtust
í lögbókarfrumvarpi þessu, náðu vissri rótfestu í rússneskri lögfræði og laga-
kennslu, bæði á sovéttímunum og síðar, og bjuggu fræðin að því.
2.4 Réttarþróun undir Ráðstjórn
Eftir byltinguna 1917 voru, svo sem vænta mátti, gerðar miklar breytingar á
löggjöfinni, er mörkuðust af hinu nýja þjóðfélagsskipulagi í anda sósíalismans,
sem að var stefnt. Arið 1922 kom til sögunnar lögbók á sviði einkamálaréttar,
sem var heldur þunn í roðinu, enda var einkamálarétturinn orðinn afar efnisrýr
miðað við það, sem áður hafði verið. Á næstu ámm mótaðist réttur Sovétríkj-
anna enn meir í átt til þeirra grundvallarhugmynda stjómarherranna, sem á lofti
voru, ekki síst eftir 1930, þegar áætlunarbúskapur var tekinn upp að frumkvæði
Stalíns og hið hefðbundna bændasamfélag þokaði fyrir iðnríki, sem bundið var
í ramma hinna svonefndu fimm ára áætlana, og nokkur hundruð þúsund sam-
yrkjubú komu að miklu leyti í stað smábýlanna í sveitum landsins. Löggjöf og
ekki síður lagaframkvæmd bar þess m.a. merki, að mannréttindi af ýmsum toga
og einstaklingsfrelsi urðu að víkja fyrir hinni hörðu stjómarstefnu.
Að Stalín liðnum (1953) tók bráðlega að gæta nokkurrar tilslökunar frá þeim
einstrengingslegu kvörðum, sem sett höfðu mark sitt á allt réttar- og efnahags-
kerfið. Hafði Khrushchev, arftaki Stalíns, mikil áhrif í þessum efnum, og eins
Brezhnev, er tók við af honum 1964. Gerðar voru tilraunir með sérstaka
.,útgáfu“ af markaðsbúskap, að vísu innan allþröngra marka, og reynt að sam-
285