Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 91

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 91
takmörkuðum mæli. Sem skýrt dæmi um löggjöf af þessu tagi má nefna hegn- ingarlögin frá 1845, sem byggðu að verulegu leyti á erlendum fyrirmyndum, og hið sama má segja um frumvarp til nýrrar refsiréttarlögbókar frá 1903, er þótti mjög fullkomið á fjölþjóðlegan mælikvarða, en var þó aðeins lögtekið að hluta til. I upphafi tuttugustu aldar var farið að vinna að samningu viðamikillar einka- réttarlögbókar í vestrænum stfl og var vandað mjög til þess verks. Fumvarp að þeirri lögbók var nokkur ár í smíðum - í höndum ýmissa hinna færustu laga- manna rfldsins - og höfuðfyrirmyndin var augljós: hin margrómaða þýska borgaralögbók (Biirgerliches Gesetzbuch), sein gekk í gildi 1. janúar 1900. Frumvarp að hinni nýju lögbók Rússa — sem almennt hlaut lofsamleg ummæli meðal lagamanna, jafnt innlendra sem erlendra - var lagt fyrir rrkisþing þeirra árið 1913, en skemmst er frá því að segja, að það varð ekki lögtekið. Má bæði rekja það til þeirra áhrifa á rússneskt þjóð- og stjómmálalíf, sem fylgdu heims- styrjöldinni fyrri, og valdatöku byltingarmanna undir forystu lögfræðingsins Lenins árið 1917, en ljóst var að lögbókarfrumvarpið samrýmdist með engu móti - heildstætt séð - hinu nýja þjóðstjómarfyrirkomulagi, sem komið var á undir blaktandi rauðum fánum. Engu að síður var sumt úr þessu frumvarpi notað við samningu hinnar fyrstu einkaréttarlögbókar Sovétríkjanna 1922 og einstakra lagabálka frá síðari tímum, undir sama stjómarfari (þ.á m. vissra þátta í lög- bókinni frá 1964), og enn má rekja ýmislegt í hinni nýju borgaralögbók Rússa, sem brátt verður vikið nánar að, til þessa frumvarps frá upphafi 20. aldar. Þess má einnig geta, að mörg þau fræðilegu hugtök, kerfun og kenningar, sem birtust í lögbókarfrumvarpi þessu, náðu vissri rótfestu í rússneskri lögfræði og laga- kennslu, bæði á sovéttímunum og síðar, og bjuggu fræðin að því. 2.4 Réttarþróun undir Ráðstjórn Eftir byltinguna 1917 voru, svo sem vænta mátti, gerðar miklar breytingar á löggjöfinni, er mörkuðust af hinu nýja þjóðfélagsskipulagi í anda sósíalismans, sem að var stefnt. Arið 1922 kom til sögunnar lögbók á sviði einkamálaréttar, sem var heldur þunn í roðinu, enda var einkamálarétturinn orðinn afar efnisrýr miðað við það, sem áður hafði verið. Á næstu ámm mótaðist réttur Sovétríkj- anna enn meir í átt til þeirra grundvallarhugmynda stjómarherranna, sem á lofti voru, ekki síst eftir 1930, þegar áætlunarbúskapur var tekinn upp að frumkvæði Stalíns og hið hefðbundna bændasamfélag þokaði fyrir iðnríki, sem bundið var í ramma hinna svonefndu fimm ára áætlana, og nokkur hundruð þúsund sam- yrkjubú komu að miklu leyti í stað smábýlanna í sveitum landsins. Löggjöf og ekki síður lagaframkvæmd bar þess m.a. merki, að mannréttindi af ýmsum toga og einstaklingsfrelsi urðu að víkja fyrir hinni hörðu stjómarstefnu. Að Stalín liðnum (1953) tók bráðlega að gæta nokkurrar tilslökunar frá þeim einstrengingslegu kvörðum, sem sett höfðu mark sitt á allt réttar- og efnahags- kerfið. Hafði Khrushchev, arftaki Stalíns, mikil áhrif í þessum efnum, og eins Brezhnev, er tók við af honum 1964. Gerðar voru tilraunir með sérstaka .,útgáfu“ af markaðsbúskap, að vísu innan allþröngra marka, og reynt að sam- 285
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.