Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 93

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 93
Svo sem vænta má hefur þessi gerbreyting á réttarsviði og gjörvöllu laga- umhverfi innan ríkisins sett sitt mark á lagakennslu í rússneskum háskólum. Löngum hefur verið fullyrt af hálfu ýmissa þeirra, sem vel til þekkja og vilja tjá sig um málið, að lagakennsla á sovéttímunum hafi víða ekki verið upp á marga fiska í þarlendum háskólum, ef mælikvarði vestrænnar lögfræði er notaður. A því hefur hins vegar orðið mikil og gagnger breyting til batnaðar á síðustu árum.4 Mikil áhersla er nú lögð á það í öllum viðurkenndum háskólum, eða sambærilegum akademískum stofnunum í Rússlandi, þar sem fengist er við rannsóknir og kennslu í lögfræði, að samræma hið akademíska starf þeim kröfum, sem nú eru uppi í stórlega endurbættu og að mörgu leyti nýju laga- umhverfi, þar sem leitast er við að skera á sem flesta þá strengi, sem tengsl hafa við gamla Sovétveldið og þær lögfræðikenningar, er þá voru uppi. Þrátt fyrir þá löggjafarbyltingu á síðustu tímum, sem hér var nefnd, ber þó einnig að líta til þess, að sjálft réttarkerfið er, enn sem komið er, vart eða ekki nægilega burðugt til að framfylgja þessari nýju og fjölskrúðugu löggjöf til hins ítrasta - þ.e. réttarframkvæmdin samsvarar ekki nægilega vel hinum háleitu markmiðum löggjafans. Enn skortir nokkuð á, að náðst hafi að „jarðbinda“ ýmis réttindaákvæði og önnur mikilvæg ákvæði rússnesku stjómarskrárinnar frá 1993, sem að sjálfsögðu var sarnin í anda hinna nýju stjómarhátta, er tóku við að Sovétríkjunum liðnum.5 Sannast sagna „lifa“ enn ýmsar glæður hins eldra stjórnarfars - vegna alkunnra tregðulögmála: þunglamaleg og fremur óskilvirk stjórnsýsla, sem er meira að segja arfur allt frá keisaratímanum, að viðbættri nokkurri spillingu (t.d. múluþægni) á vissum sviðum, þ.á m. innan dómsýslu og löggæslu,6 en hið síðamefnda vandamál hefur fremur en ekki færst í aukana eftir hmn Sovétríkjanna, þar sem reglufesta og öryggisvarsla var löngum meiri en nú er - a.m.k. á yfirborðinu. Að sumra mati eru áhöld um, hvort Rússland verðskuldi fullkomlega, enn sem komið er, að kallast réttarríki (í vestrænni merkingu), en hraðfara þróun í þá átt er a.m.k. augljós, og takmark ráðamanna hafið yfir allan vafa. Nú um stundir gætir óöryggis meðal almennings í Rússlandi og margir komast illa af, lögbrot eru tíð, efnahagsástand er ótryggt, tilhneiging til mið- stjómar er enn mjög rík og illa gengur að koma á aukinni valddreifingu. Tog- streita ríkir eins og kunnugt er milli miðstjómar sambandsríkisins og ýmissa 4 Sbr. m.a. Anatoli M. Lomonosov og Royston W. Makepeace: „Legal Education in Russia - Present Challenges and Past Influences". Law Teacher, sumar 1997, bls. 335 og áfr., og Peter J. Sahlas og Carl Chastenay: „Russian Legal Education - Post-Communist Stagnation or Revival?" Journal of Legal Education, Vol 48, Nr. 2/1998. 5 Samkvæmt 120. gr. stjómarskrárinnar á sjálfstæði dómara að vera tryggt - auk þess sem ýmis önnur ákvæði 7. kafla hennar, er fjalla um dómsvaldið, miða að hinu sama - en á almanna vitorði er, að þessi hugsjón (í vestrænum anda) er enn ekki fyllilega orðin að veruleika þótt mjög hafi miðað í rétta átt. 6 í því sambandi verður að hafa hugfast, að laun fjölmargra - og reyndar lang flestra - opinberra starfsmanna, einnig dómara, eru fáránlega lág (á hvaða mælikvarða sem er) og hafa auk þess stundum verið vangoldin. Verður m.a. að skoða ýmislegt, sem úrskeiðis fer, í ljósi þessa. 287
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.