Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 101

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 101
ákvæði lögbókarinnar eru óundanþæg, þannig að frá þeim verður ekki vikið með samningum milli aðila, en ráðstöfunarfrelsið (löggemingsfrelsið) er þó höfuðreglan, eins og fyrr segir. I 1. gr. segir m.a., að einkamálarétturinn sé byggður á viðurkenningu þess, að allir aðilar að réttarsamböndum, er heyra undir svið hans, njóti jafnréttis. Einnig að einstaklingseignarréttur sé friðhelgur og samningsfrelsi skuli virða. Oleyfilegt sé að grípa inn í einkamálefni annarra manna án fullnægjandi ástæðu. Virða beri réttinn til að njóta hinna borgaralegu réttinda, sem öllum em áskilin, og að menn eigi - undir vernd dómstóla - heimtingu á að öðlast á ný réttindi, er brotin hafa verið á þeim. Borgarar og lögpersónur skuli almennt öðlast og fara með réttindi sín að eigin vild og í eigin þágu. Þeim sé frjálst að stofna til réttinda og að skuldbinda sig með samningum og jafnframt heimilt að ráða sérhverjum þeim samningskjörum, sem ekki stríði gegn lögum. Með alríkislögum megi einvörðungu takmarka borgaraleg réttindi að því marki, sem nauðsynlegt sé til vemdar allsherjarreglu, siðgæðis, heilsu, réttinda og hags- muna annarra manna og öryggis ríkisins. Vörur, þjónustu og fé megi flytja án hindrana innan gjörvalls sambandsríkisins. Þó megi takmarka flutning á vörum og þjónustu með alríkislöggjöf, ef nauðsyn beri til vegna öryggis, til vamar lífi eða heilsu manna eða vegna náttúru- og menningarverndar. Um það víðtæka réttarsvið, sem heyrir undir einkamálaréttinn skv. lög- bókinni, ræðir í 2. gr. hennar. Gefur þar að finna ítarlega skilgreiningu - þó almenns eðlis - á réttarsviðinu. í 3. gr. er tekið fram, að samkvæmt stjómarskrá Rússlands sé löggjöf á sviði einkamálaréttar á valdsviði sambandsríkisins.16 Sú löggjöf byggist - heildstætt séð - á borgaralögbókinni sjálfri og öðrum alríkislögum, sem samræmast henni og er á því réttarsviði, sem um er fjallað í 2. gr. lögbókarinnar. Þar að auki getur hið sama átt við um tilskipanir forsetans og annarra stjómvalda, séu þær ekki í andstöðu við lögbókina eða annars konar alríkislöggjöf. Lögð er áhersla á mikilvægi lögbókarinnar, þar sem tekið er fram, að önnur einkaréttarlöggjöf verði að samræmast ákvæðum hennar.17 Samkvæmt 4. gr. er meginreglan sú, að löggerningar á sviði einkamálaréttar hafi ekki afturvirk áhrif. Um viðskiptavenjur ræðir í 5. gr. og segir þar m.a., að þær megi ekki stangast á við óundanþæg ákvæði í lögum eða bindandi samningsákvæði, sem ekki fái samrýmst þeim. í 6. gr. er veitt heimild til þess að beita lögjöfnun frá ákvæðum einkaréttar- löggjafarinnar, þegar nauðsyn beri til, en að öðrum kosti megi leysa úr einka- réttarlegum málum með vísan til meginreglna laga og eðlis máls. 16 Átt er við 71. gr. og 76. gr. rússnesku stjómarskrárinnar frá 1993. 17 Ýmis dæmi eru þess, að forseti Rússlands hafi hafnað því að staðfesta lög frá þinginu, sem fjölluðu að vísu um einkaréttarleg málefni, en fengu ekki samræmst lögbókinni að mati sérfræðinga hans. 295
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.