Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 105

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 105
Á VÍÐ OG DREIF STOFNAÐ FÉLAG UM VÁTRYGGINGARÉTT Félag um vátryggingarétt var stofnað í Reykjavík 14. rnars 2001. Stofn- fundinn sóttu tíu lögfræðingar. Á fundinum kom fram að nokkrir menn, sem ekki gátu sótt fundinn, hefðu óskað þess að gerast stofnfélagar. Sá hópur taldi 17 manns og teljast því stofnendur alls 27. Þeirra á meðal voru tveir trygginga- fræðingar og einn laganemi. Hinir eru lögfræðingar. Félaginu voru settar samþykktir á stofnfundi. Samkvæmt þeim er tilgangur félagsins: • að vera deild í alþjóðlega félaginu Association Internationale Du Droit Des Assurances (AIDA), • að stuðla að kynningu og framþróun vátryggingaréttar, • að efla samskipti á milli lögfræðinga sem starfa að vátryggingamálum, • að stuðla að útgáfu efnis á sviði vátryggingaréttar og tengdra efna. Allir þeir sem lokið hafa embættisprófi í lögfræði eiga rétt á að verða félagsmenn svo og laganemar. Félagsmenn geta einnig orðið þeir sem með störfum sínum hafa að mati stjómar félagsins sýnt fram á þekkingu sína á sviði vátryggingaréttar. Vátryggingafélög, lögmannsstofur og firmu vátrygginga- miðlara geta gerst félagar. Ennfremur opinberar stofnanir og félagasamtök sem tengjast vátryggingum. A aðalfundi 21. maí 2002 var samþykkt að óska eftir að félagið fengi inngöngu í Alþjóðasamband um vátryggingarétt, AIDA. Frá stofnun félagsins hefur það haldið fimm fræðafundi sem nú verða taldir. Hinn 19. júní 2001 hafði formaður félagsins, Amljótur Bjömsson, framsögu um Áhœttutöku farþega í bifreið með ölvuðum ökumanni. Ritgerð sama efnis eftir framsögumann birtist síðar í Líndælu, afmælisriti, sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út til heiðurs Sigurði Líndal í tilefni sjötugsafmælis hans 2. júlí 2001. Fundarmenn voru um 25. Annar fræðafundurinn var haldinn 29. nóvember 2001. Fjallaði prófessor Viðar Már Matthíasson þá um efni sem hann nefndi Er nýrra laga um vátryggingarsamninga að vænta? Gerði fyrirlesarinn m.a. grein fyrir ýmsum nýmælum sem stjómskipuð nefnd um ný lög um vátryggingarsamninga hafði Ijallað um. Fundinn sóttu 23. Þriðji fundurinn var 15. janúar 2002. Hélt formaður félagsins þá erindi sem hann nefndi Spjall um skaðabótarétt í Bandaríkjunum - Sviptingar á síðustu árum. Á þessum fundi voru 25 félagsmenn. Fjórði fræðafundurinn var haldinn í tengslum við aðalfund félagsins 21. maí 2002. Framsögumaður var Ingvar Sveinbjömsson hæstaréttarlögmaður og 299
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.