Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 105
Á VÍÐ OG DREIF
STOFNAÐ FÉLAG UM VÁTRYGGINGARÉTT
Félag um vátryggingarétt var stofnað í Reykjavík 14. rnars 2001. Stofn-
fundinn sóttu tíu lögfræðingar. Á fundinum kom fram að nokkrir menn, sem
ekki gátu sótt fundinn, hefðu óskað þess að gerast stofnfélagar. Sá hópur taldi
17 manns og teljast því stofnendur alls 27. Þeirra á meðal voru tveir trygginga-
fræðingar og einn laganemi. Hinir eru lögfræðingar.
Félaginu voru settar samþykktir á stofnfundi. Samkvæmt þeim er tilgangur
félagsins:
• að vera deild í alþjóðlega félaginu Association Internationale Du Droit Des
Assurances (AIDA),
• að stuðla að kynningu og framþróun vátryggingaréttar,
• að efla samskipti á milli lögfræðinga sem starfa að vátryggingamálum,
• að stuðla að útgáfu efnis á sviði vátryggingaréttar og tengdra efna.
Allir þeir sem lokið hafa embættisprófi í lögfræði eiga rétt á að verða
félagsmenn svo og laganemar. Félagsmenn geta einnig orðið þeir sem með
störfum sínum hafa að mati stjómar félagsins sýnt fram á þekkingu sína á sviði
vátryggingaréttar. Vátryggingafélög, lögmannsstofur og firmu vátrygginga-
miðlara geta gerst félagar. Ennfremur opinberar stofnanir og félagasamtök sem
tengjast vátryggingum.
A aðalfundi 21. maí 2002 var samþykkt að óska eftir að félagið fengi
inngöngu í Alþjóðasamband um vátryggingarétt, AIDA.
Frá stofnun félagsins hefur það haldið fimm fræðafundi sem nú verða taldir.
Hinn 19. júní 2001 hafði formaður félagsins, Amljótur Bjömsson, framsögu
um Áhœttutöku farþega í bifreið með ölvuðum ökumanni. Ritgerð sama efnis
eftir framsögumann birtist síðar í Líndælu, afmælisriti, sem Hið íslenska
bókmenntafélag gaf út til heiðurs Sigurði Líndal í tilefni sjötugsafmælis hans 2.
júlí 2001. Fundarmenn voru um 25.
Annar fræðafundurinn var haldinn 29. nóvember 2001. Fjallaði prófessor
Viðar Már Matthíasson þá um efni sem hann nefndi Er nýrra laga um
vátryggingarsamninga að vænta? Gerði fyrirlesarinn m.a. grein fyrir ýmsum
nýmælum sem stjómskipuð nefnd um ný lög um vátryggingarsamninga hafði
Ijallað um. Fundinn sóttu 23.
Þriðji fundurinn var 15. janúar 2002. Hélt formaður félagsins þá erindi sem
hann nefndi Spjall um skaðabótarétt í Bandaríkjunum - Sviptingar á síðustu
árum. Á þessum fundi voru 25 félagsmenn.
Fjórði fræðafundurinn var haldinn í tengslum við aðalfund félagsins 21. maí
2002. Framsögumaður var Ingvar Sveinbjömsson hæstaréttarlögmaður og
299