Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 5
vinnu. Hér þarf því að fara varlega og gæta þess að láta ekki fjölmiðlagleðina
glepja sig. Hins vegar skal bent á að miklar líkur eru til þess að samfara stór-
auknum málafjölda og viðleitni dómara til þess að halda þeim málshraða sem
náðst hefur á undanfömum ámm megi búast við því að engin tök verði á fyrir
þá að liggja lengi yfir forsendum dóma og úrskurða, allra síst þegar niðurstaðan
er frá upphafi nokkuð ljós.
Tilefni þess fundar sem að framan er getið var án efa þær heimildir sem
Samkeppnisstofnun hafa verið veittar að undanfömu til húsleitar hjá fyrirtækj-
um sem gmnuð eru um brot á samkeppnislögum. Segja má að húsleitir af þessu
tagi beinist bæði að öðmm aðilum og annars konar meintum brotum en þeim
sem tíðast er verið að rannsaka þegar húsleitarheimildar er aflað. Að baki þess-
um aðilum standa sterk samtök sem ber skylda til að verja hagsmuni skjólstæð-
inga sinna. Grundvöllur húsleitar er hins vegar sá hinn sami, þ.e. meint brot á
lögum. Samkvæmt 40. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 getur Samkeppnisstofnun
aflað sér húsleitarheimildar og er lagagreinin svohljóðandi:
1. mgr.
Samkeppnisstofnun getur við rannsókn máls gert nauðsynlegar athuganir á starfs-
stað fyrirtækis og lagt hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi
verið gegn lögum þessum eða ákvörðunum samkeppnisyfirvalda.
2. mgr.
Við framkvæmd aðgerða skv. 1. mgr. skal fylgja ákvæðum laga um meðferð opin-
berra mála um leit og hald á munum.
Hér er vísað til laga um meðferð opinberra mála um framkvæmd húsleita
Samkeppnisstofnunar. Því hefur verið haldið fram að þau ákvæði sem í þeim
lögum eru, og fyrr eru rakin, dugi ekki til þess að tryggja að húsleit fari fram
með þeim hætti að réttur þess sem hún beinist að sé nægilega tryggður. Þess
vegna þurfi að setja sérstakar reglur um húsleitir af þessu tagi m.a. til að tryggja
samræmi við reglur í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu sviði.
Akveðnastar skoðanir um þetta koma fram hjá samkeppnislagahópi Samtaka
atvinnulífsins í skýrslu sem gefin var út í maí 2002 og nefnist Samkeppnishæf
samkeppnislög og er þar um samræmi milli ríkja EES vísað til bókunar 4 við
samning EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls. Sýnist skýrsla
þessi harla vel unnin en í henni eru lagðar til ýmsar breytingar á samkeppnis-
lögunum sem ekki verða raktar hér að öðru leyti en því að minnast aðeins á þær
breytingar á ákvæðunum um húsleit sem taldar eru nauðsynlegar. Auk þess að
leggja áherslu á að meðalhófs sé gætt við vettvangsrannsókn, sem skilið verður
svo að ekki sé meira rannsakað en þörf krefur, þá leggur nefndin til:
að gefnar verði úr vinnureglur fyrir Samkeppnisstofnun um leit og haldlagningu
gagna þar sem m.a. verði kveðið á um heimildir til að taka gögn, ljósrit, skýrslur og
tölvugögn, heimild til að kalla til lögmann o.fl. Leit verði framkvæmd af starfs-
mönnum Samkeppnisstofnunar en ekki öðrum sem til þess eru fengnir.
309