Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 11
umfjöllun á reglum um sennilega afleiðingu í greininni. Við aðra umfjöllun um takmörkun á umfangi skaðabótaábyrgðar verður einnig leitast við að byggja á dómaframkvæmd. 2. ORSAKATENGSL í SKAÐABÓTARÉTTI 2.1 Inngangur Þótt maður sýni af sér saknæma háttsemi, er það í sjálfu sér ekki bótaskylt, nema í þeim tilvikum, sem slík háttsemi orsakar tjón. Sé um hlutlæga ábyrgð að tefla gildir hið sama, þ.e. það þarf að vera orsakasamband milli þeirrar hátt- semi, sem hin hlutlæga ábyrgðarregla tekur til, og tjóns sem verður. Orsakatengsl eru einnig til umfjöllunar í refsirétti, svo og reglur um senni- lega afleiðingu.6 Þessar reglur horfa þó við með nokkuð öðrum hætti þar en í skaðabótarétti. Má sem dæmi nefna, að tilraun til brots er refsiverð, sbr. meginreglu 21. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, auk þess sem full- framningarstig sumra brota er fært fram, og þurfa því afleiðingar háttseminnar ekki að koma fram. Þarf því ekki að vera um orsakasamband milli háttsemi og afleiðinga að ræða í refsirétti með sama hætti og í skaðabótarétti. Þetta veldur mismunandi áherzlum og leiðir til þess, að umfjöllun um þessi réttaratriði í greinunum tveimur verður ólík. 2.2 Inntak kröfunnar um orsakatengsl í skaðabótarétti Krafan um orsakatengsl felst ekki aðeins í því, að tiltekin háttsemi þurfi að hafa leitt til tjóns, heldur er gengið lengra og gerð sú krafa, að orsakatengslin þurfi að vera milli háttseminnar og alls þess tjóns, sem tjónþolinn verður fyrir. Með sama hætti er það forsenda meðábyrgðar tjónþola sjálfs t.d. vegna eigin sakar, að orsakatengsl séu milli þeirrar háttsemi hans og tjónsins, sem hann verður fyrir.7 Svo sem síðar veður rakið, er ekki alltaf hægt að fullnægja þessari meginreglu til hlítar. A sumum sviðum lögfræði eru t.d. tilviljunarkenndar afleiðingar saknæmrar háttsemi einnig bótaskyldar (casus mixtus cum culpa). Samkvæmt framansögðu er það skilyrði þess, að til skaðabótaábyrgðar geti komið, að orsakatengsl séu milli hinnar bótaskyldu háttsemi og tjónsins. Þótt tjónþoli geti bent á, að tiltekinn maður hafi sýnt af sér saknæma háttsemi, dugir það honum ekki til að hafa uppi skaðabótakröfu, ef það er ekki nákvæmlega sú háttsemi, sem valdið hefur tjóninu. Til skýringar þessu má nefna tvo dóma í H 1996 2626 og 2641. Atvik í fyrrgreinda dóminum, en málin eru samkynja, eru svofelld: 6 Benda má á, að í riti Jónatans Þórmundssonar, Afbrot og refsiábyrgð I, er víða komið að reglum um orsakatengsl og sennilega afleiðingu (sjá og orðið vávæni í atriðisorðaskrá ritsins). 7 Jan Hellner og Svante Johansson: Skadestándsratt, bls. 195. 315
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.