Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 12
Lögmaðurinn, L, tók að sér að krefja skipafélagið, S, um bætur vegna tjóns, er varð á vélbát, sem S hafði flutt frá Noregi til íslands. Vélbáturinn hafði lent útbyrðis, en verið bjargað af öðru skipi. L gerði kröfu á hendur S og höfðaði mál til heimtu hennar. S var sýknað í nrálinu á þeim forsendum, að krafan væri fyrnd. Eigandi bátsins, F, höfðaði þá mál á hendur L og krafðist sömu fjárhæðar úr hendi hans í skaðabætur og gerð hafði verið á hendur S. Byggði F á því, að krafa hans á hendur S hefði fymzt í höndum L á meðan hann hafði málið til meðferðar. L var sýknaður af kröfunni. Var sú niðurstaða reist á þeim forsendum, að samkvæmt farmsamningi S og F hafi vélbáturinn verið fluttur sem þilfarsfarmur á ábyrgð farmsendanda, en S undanþeginn ábyrgð nema tjóni væri valdið af ásetningi eða stórfelldu gáleysi hans. Ekki var sýnt fram á, að þeim skilyrðum hefði verið fullnægt, og myndi því S hafa verið sýknað í því máli, sem L höfðaði á hendur S. Samkvæmt því var F ekki talinn hafa átt lögvarða kröfu á hendur S, og því hafi meint mistök L ekki leitt til tjóns fyrir hann. Skorti því á, að hin meinta saknæma háttsemi L hefði verið orsök þess tjóns, sem F varð fyrir. 2.3 Þarf orsök að vera meginorsök tjóns? í skaðabótarétti er ekki gengið svo langt að gera að skilyrði skaðabóta- ábyrgðar, að háttsemi sé meginorsök tjóns. Stundum má þó sjá í forsendum dóma mat á því hvort orsök hafi verið veigamikil eða ekki, sbr. t. d. H 1993 1594. Greining milli meginorsaka og annarra orsaka hefur á hinn bóginn verið þýðingarmikil í vátryggingarétti, þaðan sem meginorsakareglan er upprunnin. Fer slík greining fram, þegar fleiri en ein orsök hafa með einhverjum hætti verið samverkandi að vátryggingaratburði. Sé ábyrgð félagsins takmörkuð við, að tjón verði ekki af tilteknum ástæðum, t.d. ef félagið hefur undanþegið sig tjóni, sem verður vegna styrjalda eða óeirða, þarf oft að skera úr um það, hvort sú orsök, sem félagið hefur undanþegið sig áhættu á, er meginorsök vátrygging- aratburðar eða ekki. Sé svo er félagið almennt laust úr ábyrgð, en sé niðurstaðan sú, að ekki sé um meginorsök að ræða, liggur greiðsluskylda félagsins fyrir.8 Krafa skaðabótaréttar um orsakatengsl, án þess að urn meginorsök þurfi að vera að ræða, veldur því að leysa þarf úr ýmsum álitamálum við mat á skaða- bótaskyldu, þegar tjón kann að hafa orsakatengsl við háttsemi fleiri en eins, eða fleiri en ein orsök getur verið fyrir tjóni. Álitaefnin verða önnur en í vátrygginga- rétti, þ.e. þau snúast einkum um það, hvort báðar orsakir, eða allar, geti leitt til bótaábyrgðar. Mörg afbrigði þarf að taka til athugunar í því sambandi. 8 Sbr. t.d. Ivan Sprensen: Forsikringsret, bls. 111 og sami höfundur: Forsikringsavtaleloven, med kommentarer, bls. 183; A. Vinding Kruse: Erstamingsretten, bls. 140-141 og Bo von Eyben og Hans Henrik Vagner: Lærebog i erstamingsret, bls. 27L Um norskan rétt sjá t.d. Peter Lodrup: Lærebok i erstatningsrett, bls. 304 og Nils Nygaard: ÁrsaksspOrsmál og ársakslærer i skade- botretten, Rettsteori og rettsliv, bls. 629-644, hér bls. 635-636. f umfjöllun Lpdrups, bls. 304-305, kemur reyndar fram að meginorsakareglan eigi sér nokkum sess í norskum skaðabótarétti, en sé þó „meget neddempet og modifisert". Um sænskan rétt sjá Jan Hellner og Svante Johansson: Skadestándsrátt, bls. 198. Um íslenzkan rétt sjá Jóhannes Sigurðsson: „Orsakasamband í skaða- bótarétti". Úlfljótur. 2. tbl. 1990, bls. 113. 316
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.