Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 13
Eins og fyrr var minnzt á, má stöku sinnum sjá þess merki í dómum, að það skiptir máli, ræður jafnvel úrslitum, hvort orsök telst veigamikil eða ekki. Til skýringar er síðastgreindur dómur: Snjóflóð féll úr gili ofan Patreksfjarðar og olli miklu tjóni, m.a. á fasteignum. Eig- endur fasteignar, sem skemmdist í flóðinu, höfðuðu mál á hendur sveitarfélaginu, P, og kröfðust skaðabóta. Reistu þeir kröfu sína á því, að lega varnargarðs, sem P hafði gert í gilinu, hefði aukið snjósöfnun þar og ráðið stefnu flóðsins, þannig að það féll á hús þeirra með því afli, sem raun varð á. Var á þetta fallizt í héraðsdómi, sem skip- aður var sérfróðum meðdómendum. I dómi Hæstaréttar var álitaefnið um sönnun og orsakatengsl afgreitt svo: „Telja verður, að nokkrar líkur hafi verið að því leiddar, að vamargarðurinn við far- veginn úr Geirseyrargili kunni að hafa haft einhver áhrif á stefnu snjóflóðsins á einhverju skeiði og dreifingu þess. Gögn málsins veita hins vegar ekki þær vísbend- ingar, að unnt sé að staðhæfa, að garðurinn hafi verið veigamikil orsök fyrir stefnu flóðsins og því tjóni, sem varð. Verður því að telja fullyrðingar stefndu um áhrif vamargarðsins að þessu leyti ósannaðar. Samkvæmt framansögðu hefur ekki tekizt að sýna fram á, að framkvæmdir áfrýj- anda í hlíðinni fyrir neðan Geirseyrargil á Patreksfirði hafi verið með þeim hætti, að tjón stefndu verði rakið til þeirra. Hins vegar verður að telja, að stórfelldar náttúm- hamfarir og óviðráðanleg atvik hafi leitt til þess skaða, er stefndu urðu fyrir. Ber því að sýkna áfrýjanda af öllum kröfum þeirra". Þótt forsendur Hæstaréttar virðist orðaðar þannig, að tjónþolar þurfi að sýna fram á, að tiltekið atvik sé veigamikil orsök tjóns, svo til bótaábyrgðar geti komið, verður væntanlega að líta svo á, að dómurinn sé ekki merki þess, að byggt sé á meginorsakareglunni. Er líklegt að skýra eigi dóminn fremur svo, að ekki hafi tekizt að sanna, að hin meinta saknæma háttsemi hafi verið orsök tjónsins, eða sú orsök hafi litlu eða engu máli skipt fyrir það að tjón varð, þ.e. ekki verið nauðsynlegt skilyrði tjóns. Verður að miða við, að það nægi til að fullnægja skilyrðinu um orsakatengsl, að um meðorsök sé að ræða. Má sent dæmi um slíkt vísa til: H 1968 1271 J, sem var starfsmaður G, varð fyrir slysi, er sprenging varð í ketilrými í þann mund, er hann fór þar inn. Hann hlaut þá höfuðhögg og átti í framhaldi af því við alvarlegan heilsubrest að stríða. Talið var sannað, að þetta heilsuleysi hans væri afleiðing slyssins. J lézt rúmum átta árum eftir slysið. í máli, sem ekkja hans og böm höfðuðu, kröfðust þau m.a. bóta vegna missis framfæranda, útfararkostnaðar o.fl. vegna andláts hans. I forsendum dóms Hæstaréttar, þar sem fallizt er á, að réttur til að hafa uppi slíkar kröfur sé fyrir hendi, segir svo: „I áliti Læknaráðs 9. marz 1965 segir um dánarorsakir, að líklegt verði að teljast, að „heilsubrestur J [...] af völdum slyssins hafi að minnsta kosti verið meðverkandi orsök að dauða hans“. 317
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.