Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 14
2.4 Frumorsök og aðrar orsakir Einnig bregður við í forsendum dóma, að talað sé um frumorsök tjóns. Hefur sú orðnotkun sjálfstæða þýðingu? H 22. febrúar 2001, mál nr. 385/2000 B var rafvirki og starfaði hjá K, sem m.a. átti húseign, þar sem lyfta hafði bilað, þannig að hún festist, áður en hún komst í rétta stöðu. Var B fenginn til þess að athuga lyftuna, og eftir að honum hafði tekizt að opna lyftudymar, teygði hann sig inn til að skoða aðstæður. Snerti hann þá lyftugólfið með fætinum, sem varð til þess, að lyftan féll með hann innandyra þar til slaki, sem var á spilvír lyftunnar, var farinn af. Slakinn hafði myndast vegna bilunar í slakrofa. B hlaut meiðsl af fallinu. í bóta- máli, sem hann höfðaði gegn K, var talið, að eftirlit og viðhald lyftunnar hefði ekki verið í samræmi við gildandi reglur, og að ábendingu vinnueftirlitsins um að virkni slakrofa skyldi tryggð, hefði ekki verið sinnt. Var talið að K hefði sýnt af sér sak- næma háttsemi með vanrækslu sinni. Um orsakasambandið sagði í forsendum Hæsta- réttar: „Verður að leggja til grundvallar að undanfarandi bilun í umræddum öryggisbúnaði, sem áfrýjandi [K] beri ábyrgð á, hafi verið frumorsök slyss stefnda. Samkvæmt því verður áfrýjandi talinn skaðabótaskyldur". B var talinn hafa sýnt af sér aðgæzluleysi og var látinn bera helming tjóns síns af þeim sökum. í þessum dómi verður ekki séð að orðið frumorsök sé notað í annarri merk- ingu en orðið orsök, og að allt eins hefði mátt nota það. Ber væntanlega að líta svo á, að verið sé að skírskota til þess, að aðrar orsakir, sein B ber ábyrgð á, hafi einnig valdið slysinu og séu ástæða þess, að hann er látinn bera helming tjóns síns sjálfur. Má fullyrða, að ekki skipti máli í skaðabótarétti, hvort unnt sé að greina orsakir í frumorsakir og aðrar orsakir, a.m.k. ekki í öðrum samböndum en þegar um mat á meðábyrgð tjónþola, t.d. vegna eigin sakar hans, er að ræða. 2.5 Nánar um orsakatengslin. Skilyrðiskenningin 2.5.1 Skilyrðiskenningin. Um nauðsynleg og nægjanleg skilyrði Kjarninn í þeim reglum, sem gilt hafa um orsakatengsl í skaðabótarétti, hefur verið svonefnd skilyrðiskenning. Inntaki skilyrðiskenningarinnar má lýsa með tvennum hætti, þ.e. með jákvæðri nálgun og neikvæðri.9 Eftir fyrri aðferð- inni má segja, að í skilyrðiskenningunni felist, að sérhvert nauðsynlegt skilyrði atburðar teljist orsök hans.10 Með neikvæðri nálgun má lýsa þessu svo, að sér- hvert atvik sé orsök tjónsatburðar, ef hann hefði ekki orðið hefði það ekki átt sér stað." 9 A. Vinding Kruse: Erstatningsretten, bls. 137 og Bo von Eyben og Hans Henrik Vagner: Lærebog i erstatningsret, bls. 273-274. 10 Sjá t.d. Peter Ledrup: Lærebok i erstatningsrett, bls. 296. 11 Ármann Snævarr: „Orsakatengsl og skaðvæni atferlis“. Úlfljótur. 4. tbl. 1976, bls. 230. 318
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.