Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Blaðsíða 15
Bent hefur verið á þann ágalla, að þessi lýsing á inntaki skilyrðiskenn-
ingarinnar sé óljós og í raun hugarsmíð. Eðlilegra sé að orða skilyrðið svo:12
Atvik er orsök tjóns, ef það eitt eða með öðrum atvikum hefur eiginleika, sem
geta valdið því tjóni, og þessir eiginleikar hafa verið leystir úr læðingi og leitt
til tjónsins.
Síðastgreind útlistun kann að vera til bóta. Kjami málsins er þó sá, að krafizt
er, að orsök sé nauðsynlegt skilyrði tjóns, til þess að um bótaábyrgð sé að ræða.
Þess er á hinn bóginn ekki krafizt, að orsök sé nægjanlegt skilyrði tjóns, það
felst í þeirri staðreynd, að orsök þarf ekki að vera meginorsök eða eina orsök
tjóns. Þegar margar orsakir verka saman, má oft segja, að hver þeirra um sig
hafi verið nauðsynlegt skilyrði þess að tjón varð, en oft er aðstaðan sú, að hver
þeirra um sig var ekki nægjanlegt skilyrði tjónsins. Samt getur sá, er ber ábyrgð
á slíkri orsök, orðið skaðabótaskyldur.131 raun er þó aðstaðan oftast sú, að orsök
er hvort tveggja í senn nauðsynlegt og nægjanlegt skilyrði tjóns.
2.5.2 Skilyrðiskenningin. Mismunarkenningin
Skilyrðiskenningin miðar við, að fram fari samanburður á tveimur atburða-
rásum, þ.e. þeirri sem varð í raun og annarrar sem ætla má að hefði orðið, ef
háttsemin hefði ekki verið viðhöfð. Þessi aðferðafræði er algeng í skaða-
bótarétti og er oft nefnd „mismunarkenningin“ (d. differencelæren).14 Þessari
aðferðafræði er t.d. beitt við mat á varanlegri örorku, þar sem bera þarf saman
tvær atburðarásir, til þess að ákvarða atvinnuþátttöku tjónþola í framtíðinni, þ.e.
annars vegar þá atburðarás, sem varð og verður í framtíðinni að teknu tilliti til
líkamstjónsins, og hins vegar þá atburðarás, sem ætla má að orðið hefði, ef
líkamstjónið hefði ekki komið til. Mismunur sá, sem þannig fæst á framtíðar-
atvinnuþátttöku tjónþola, er helzti leiðarvísirinn um varanlega örorku hans
samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga, nr. 50/1993. I mismunarkenningunni felst því
að gera verður kröfu til þess, að orsök sé nauðsynlegt skilyrði þess, að atburða-
rásin verður öðru vísi en ella hefði orðið.
Skilyrðiskenninguna má þó ekki skilja bókstaflega, því það gengi of langt.
Á beitingu kenningarinnar án fyrirvara eru a.m.k. þrenns konar annmarkar.
í fyrsta lagi verður að gera takmarkanir vegna mjög fjarlægra orsaka. Fram-
leiðendur skotvopna yrðu, ef skilyrðiskenningunni væri fylgt án fyrirvara,
ævinlega ábyrgir fyrir tjóni af völdum skotvopna, því framleiðsla þeirra er
nauðsynlegt skilyrði þess, að skotvopni verði beitt. I slíkum tilvikum þyrfti að
taka afstöðu til fjölda atvika, sem segja má að uppfylli kröfuna um að vera
nauðsynlegt skilyrði fyrir tjónsatburði. Það er engin ástæða til slíks bókstafs-
12 Nils Nygaard: „Ársaksspdrsmál og ársakslærer i skadebotretten". Rettsteori og rettsliv, bls. 630.
13 Sjá t.d. Bo von Eyben og Hans Henrik Vagner: Lærebog i erstatningsret, bls. 273-274; Jan
Hellner og Svante Johansson: Skadestándsrátt, bls. 197-198 og Peter I.odrup: Lærebok i
erstatningsrett. bls. 300-304.
14 Um þessa kenningu má m.a. vísa til Jan Hellner og Svante Johansson: Skadestándsratt, bls.
359-361 og Peter Lodrup: Lærebok i erstatningsrett, bls. 296-300.
319