Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 16
skilnings í skaðabótarétti, því spuminguna um orsakatengsl ber þar að með þeim hætti að meta þarf hvort tiltekin háttsemi, sem er saknænt eða leiðir til ábyrgðar á grundvelli víðtækra ábyrgðarreglna, teljist nauðsynlegt skilyrði tjónsatburðar. Þarf því einungis, eftir að búið er að staðreyna að bótagrund- völlur sé fyrir hendi, að fjalla um þær tilteknu orsakir og taka afstöðu til þess, hvort líka sé fullnægt þeirri kröfu, að orsökin hafi verið nauðsynlegt skilyrði tjóns. I öðru lagi er ekki unnt að beita skilyrðiskenningunni, þegar um er að ræða fleiri en eina samverkandi tjónsorsök, þar sem tvær eða fleiri gætu hafa valdið öllu því tjóni sem varð, en þær voru þó ekki allar nauðsynlegar. Þá er ekki hægt að segja, að þær hafi allar verið nauðsynlegar orsakir tjóns, því einhverja(-r) þeirra þurfti ekki við. Eru þær nefndar viðbótartjónsorsakir. Dæmi um þetta er, ef fé frístundabændanna O, G og E sleppur inn í afgirt land skógræktarfélagsins, S, þar sem það étur upp allar plöntur og eyðileggur. Ljóst er, að fé Ó og G hefði unnið allt tjónið og fé E hefði því ekki þurft til. Það var þó einnig á svæðinu. Ekki er í þessu dæmi unnt að segja, að sú meinta bótaskylda háttsemi, sem felst í því að fé E slapp inn á svæðið, hafi verið nauð- synlegt skilyrði þess tjóns, sem S varð fyrir. Eftir sem áður getur komið til bóta- ábyrgðar E, þ.e. ef fé hans fer samtímis fé þeirra Ó og G inn á svæðið. I þriðja lagi er ekki unnt að beita skilyrðiskenningunni fyrirvaralaust, ef um samtíma tjónsorsakir er að ræða, sem hver um sig gæti hafa valdið öllu því tjóni, sem um ræðir. Þá er ljóst, að ein nægir og hin eða hinar eru því ekki nauð- synlegar. Dæmi um þetta er, ef fé frístundabændanna Ó og G sleppur úr illa afgirtum beitarhólfum þeirra og ryðst inn á land skógræktarfélagsins, S, þar sem það étur allar plöntur og eyðileggur. Ljóst er, að fé hvors um sig hefði unnið allt tjónið, þótt fé hins hefði ekki verið á svæðinu. Hér er víst, að sú bótaskylda háttsemi hvors um sig, að fé slapp úr beitarhólfi og í skógræktargirðinguna, er nauðsyn- legt skilyrði tjóns þess, sem S varð fyrir, en ekki er hægt að segja, að hin bóta- skylda háttsemi beggja hafi verið nauðsynlegt skilyrði tjónsins. Háttsemi annars hefði nægt. Þrátt fyrir framangreinda fyrirvara er skilyrðiskenningin meginreglan, en hafa verður hugfast, að henni verður ekki beitt fyrirvaralaust í öllum tilvikum. Einnig verður að hafa í huga þær skýringar, sem gera verður, þegar tjóni er valdið vegna athafnaleysis og fjallað er um í næsta kafla. 2.6 Orsakatengsl og athafnaleysi Sé skilyrðiskenningunni beitt bókstaflega, mætti e.t.v. segja, að hvers konar athafnaleysi geti oft verið skilyrði þess, að tjónsatvik verður. Ef maður, sem gengur t.d. meðfram Skúlagötu, sér að stór steinn liggur á götunni, en aðhefst þó ekki við að fjarlægja hann, þótt augljóst sé að af honum stafi hætta, má segja að athafnaleysi hans sé nauðsynlegt skilyrði tjóns, ef það verður við það, að bifreið er ekið á steininn. Þetta veldur þó ekki sérstökum vandkvæðum við mat 320
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.