Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 18
tjón hans. Dómari hefur samkvæmt 1. mgr. 44. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, það sem nefnt er frjálst sönnunarmat. Honum ber því að meta það, hvort sönnunarbyrði sé fullnægt. Hvað þarf málsaðili að sýna fram á að miklar líkur séu fyrir því, að staðhæfing hans sé rétt? Þarf það að vera 100% öruggt? Nei, svo er ekki. I raun er meginreglan sú, að hann þurfi einungis að sannfæra dómara um, að fullyrðing hans sé rétt.17 Það gerir hann með því að leiða svo miklar líkur að því, að dómari láti sannfærast. Það kann að ráðast af ýmsum atriðum, hvort dómari láti sannfærast og hvað mikið þarf til. Stundum ræðst það af eðli úrlausnarefnisins, en stundum af málatilbúnaði gagnaðilja, mótmælum hans og sönnunarfærslu. Verður vikið að sérreglum um sönnun síðar. Almennt þarf það til, sem nægir til að hefja það yfir skynsamlegan vafa, að staðhæfing um málsatvik sé rétt. Takizt þessi sönnun um orsakatengsl ekki, verður kröfunni hafnað, sbr. eftirfarandi dóma: H 1956 177 E hóf störf sem vagnstjóri hjá SVR árið 1944 og ók þar vögnum af ýmsum gerðum, bæði með benzínvélum og dísilolíuvélum. Ari eftir að hann hóf störf, taldi hann sig finna til höfuðverkja, þróttleysis og svima. Taldi hann sig ekki færan til bifreiða- aksturs vegna þessa og hætti störfum á því ári. Hann stundaði ýmsa atvinnu næstu ár, en gat ekki unnið að staðaldri, að því er virtist. Læknir, sem E leitaði til, taldi að hann hefði orðið fyrir varanlegri kolsýringseitrun. Annar læknir taldi einnig líkur til að svo væri, en taldi það þó eigi sannað til hlítar af rannsóknum. E höfðaði mál á hendur R, eiganda SVR, til heimtu skaðabóta vegna heilsutjóns síns, sem hann taldi að hefði orsakast af því, að gasloft frá vélum vagnanna hefði borizt inn í stýrishús þeirra. í málinu var lagt fram álit Læknaráðs, sem ekki taldi sannað, að E hefði nokkru sinni fengið kolsýringseitrun. Bent var á í forsendum dóms, að E hefði ekki látið rannsaka heilsu sína á meðan hann var hjá SVR, og með hliðsjón af því og ályktun læknaráðs var ekki talið sannað, að kolsýringseitrun í starfi væri orsök heilsuleysis hans. R var því sýknað af kröfunni. H 1980 839 S var háseti á fiskiskipi. Hann fékk heilablæðingu, sem hafði í för með sér 100% varanlega örorku hans. I skaðabótamáli, sem hann höfðaði gegn O, útgerðarmanni skips þess er hann var á, reisti hann málatilbúnað sinn á því, að hann hefði orðið fyrir axlar- og höfuðhöggi, er jámhurð skall á hann, þegar hann var að störfum unr borð. Osannað var í málinu, hvort S hlaut höfuðhögg með þeim hætti, sem hann sjálfur hélt fram, en framburðir vitna um það voru nokkuð óljósir. Talið var, að veik- indi hans gætu verið afleiðing höfuðhöggs, en ekki var það talið fullvíst. Það var þó ekki talið veita neina vissu fyrir því, að S hefði hlotið höfuðhögg af jámhurð þeirri er um ræðir. Var útgerðarmaðurinn því sýknaður. Almennt verður vart sagt, að mat á sönnun um orsakatengsl sé strangt, sízt ef búið er að sýna fram á saknæma háttsemi þess, sem valdið liefur tjóni, eða 17 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls. 264-266. 322
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.