Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Qupperneq 24
2.8.2 Samverkandi tjónsorsakir Talað er um samverkandi tjónsorsakir, þegar fleiri en ein orsök í sömu or- sakakeðju hafa leitt til tjóns. Þetta getur verið með ýmsum hætti. I fyrsta lagi má hugsa sér, að tvær eða fleiri orsakir, sem hvor um sig myndi nægja til að valda því tjóni sem varð, verki saman. I öðru lagi má hugsa sér tvær eða fleiri orsakir, sem verka saman, en engin ein þeirra myndi nægja til þess að valda tjóninu. Er tvennt til í þessu, annars vegar tilvik þar sem þörf er allra orsaka til að mynda tjónið, en hins vegar tilvik þar sem einhverjum er „ofaukið“, þ.e. þeirra var ekki þörf til þess að tjónið yrði, en þær eru samt í orsakakeðjunni. Eru þær orsakir nefndar viðbótartjónsorsakir, eins og fyrr greinir. Sé vikið að þessum flokkum, er ljóst, að skilyrðiskenningin er ekki alltaf heppileg til að svara því hvemig fari um bótaábyrgð. Þó má segja, með nokkurri ónákvæmni, að þar sem báðar tjónsorsakir hafa verið nauðsynlegar til að tjón yrði, (hvor um sig metin sérstaklega) metið óháð hvor annarri, þá eigi að vera um óskipta skaðabótaskyldu þeirra, er með saknæmum hætti, eða á grundvelli annarra bótareglna, bera ábyrgð á orsökunum. Hér má hugsa sér til skýringar, að fé frístundabændanna Ó og G fari sam- tímis út um ónýtar girðingar um hólf hvors um sig inn á land skógræktarfélags, S, og eyðileggi þar allar plöntur. Ef ljóst væri, að fé hvors um sig hefði getað valdið öllu tjóninu, er eðlilegt að þeir beri óskipta ábyrgð. Skipting á milli þeirra innbyrðis myndi á hinn bóginn fara eftir 1. mgr. 25. gr. skaðabótalaga, þ.e. eftir því sem sanngjamt þykir, þegar litið er til eðlis skaðabótaábyrgðar og atvika að öðru leyti, t.d. fjölda fjár hvors um sig. Það athugast, að ekki er gerð sú krafa, að báðar eða allar orsakimar séu líkamlegar, og að eðli þeirra eða þáttur í atburðarás sé hinn sami. Svonefnd sál- ræn samverkan myndi oftast nægja. Sem dæmi til skýringar um þetta má nefna: H 1982 485 Þrír menn ruddust inn á heimili í Hveragerði til að gera upp sakir við húsbóndann. Einn þeirra, í, réðst á húsbóndann og tuskaðist við hann, en annar, R, hélt húsfreyj- unni, sem hafði blandað sér í málið og reynt að hindra aðkomumenn í að ráðast á bónda sinn. Þriðji maðurinn, G, tók ekki þátt í líkamlegum átökum svo sannað væri, en hann hafði ekið árásarmönnunum tveimur um bæinn til þess að leita að hús- bóndanum. Sannað var einnig, að G hafði viðhaft stóryrði á árásarstaðnum og eggjað félaga sína til dáða. Þeir voru allir þrír dæmdir til refsinga og til þess að greiða hús- bóndanum óskipt skaðabætur vegna miska og útlagðs lækniskostnaðar. Óskipt ábyrgð er nokkuð ótvíræð, þegar orsakirnar verka samtímis og eru báðar eða allar svonefndar ábyrgðarorsakir, þ.e. einhver ber skaðabótaábyrgð á orsökinni, annað hvort á grundvelli sakarreglunnar eða þá annarra reglna um bótagrundvöllinn. Á það sérstaklega við, þegar ekki er upplýst um þátt hvorrar eða hverrar um sig. Sem dæmi um slíkt má nefna: 328
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.